Vilhjálmur Þorsteinsson birti um hádegið í gær grein um ástæður þess að ákvörðun forsetans um að synja lögum um ríkisábyrgð vegna Icesave staðfestingar. Greinin hefur verið nokkuð mærð og hampað sem sérlega málefnalegri.
Skoðum greinina röklega. Er hún svona góð?
Munum að forsetinn hafði nokkrar röksemdir fyrir ákvörðun sinni. Þær sterkustu voru þær að lýðræðið byggði á að þing og forseti þægju vald sitt frá þjóðinni og að augljóst væri að stór hluti þjóðarinnar væri ósáttur við þinglega meðferð málsins. Auk þess væru vísbendingar um að innan þingsins hafi ekki verið allt með felldu og einhverjir hafi veitt málinu stuðning gegn eigin sannfæringu að einhverju leyti. Loks benti forsetinn á að þær reglur, sem m.a. stjórnarflokkarnir vilja lögleiða, hefðu – væru þær í gildi – knúð fram þjóðaratkvæðagreiðslu um málið.
Auk þessa mætti vísa á fordæmi og yfirlýsingar forsetans á hlutverki sínu m.a. áður en hann var endurkjörin.
Það er, held ég, ókleift að andmæla þessum rökum. Fæstir hafa enda reynt það. Flestir uppnefna forsetann, gera grín að nafni hans eða útliti, segja hann athyglissjúkan eiginhagsmunasegg (og hafi alltaf verið það, þeir hafi bara verið svo siðprúðir að andmæla slíku tali eða þegja um það meðan forsetinn var óvinur óvinna þeirra). Nú, eða að forsetinn sé meðvitað að gera sig vinalausan til að öðlast vinsældir. Eða, að forsetinn skammist sín svo fyrir að hafa sjálfur, og næstum einn síns liðs, leitt ránsleiðangur útrásarvíkinganna að hann sé að reyna að fegra sig.
Ekkert af þessu verðskuldar svör því rökstuðningur forsetans er næsta pottþéttur. Honum verður ekki svarað með neinu af þessu. Ekki málefnalega að minnsta kosti.
Það má auðvitað rökræða hvort það að forsetinn sé samkvæmur sjálfum sér sé gott – hafi menn verið ósammála honum í upphafi. Það má rífast við hann um það hvort þetta sé raunverulega hans hlutverk, eða hvort þingmenn hafi raunverulega verið þvingaðir til að styðja málið og eitt og annað. Og það er bara gott og blessað ef einhver gerir það.
Skoðum nú rök Vilhjálms:
Hann punktasetur helstu rök fyrir því að forsetinn hafi tekið ranga ákvörðun. Ég endursegi hér punkta hans:
1. Margir héldu ...
2. Það er ekki hægt að setja samninga á milli þjóða í þjóðaratkvæðagreiðslur ...
3. Það vantar lög og ramma ...
4. Endurreisn Íslands bíður ...
5. Hvað svo sem einhverjir segja ...
6. Synjunin mun ekki leiða til sátta ...
5 ummæli:
Hvað með skattahækkanir? Eigum við ekki klárlega að kjósa um þær?
Hvað með virkjunarframkvæmdir? Við hljótum að kjósa um slíkt í framtíðinni?
Kosningar hljóta að fara fram um allt sem tengist olíuleit norður af landinu. Annað gengur ekki.
Samkvæmt lögum þá hljóta kjósendur að getað gert upp hug sinn varðandi jafn flókið mál og fjárlög, ef þeir eru dómbærir á álíka flókið mál og þessir Icesave samningar eru.
Þetta útspil Ólafs stuðlar einfaldlega að því að þingið er orðið marklaust í stærri málum. Nú er það bara þjóðin sem kýs um slík mál. Sem beisiklí þýðir að þeir sem stjórna fjölmiðlum og þeir sem geta auglýst sína hlið fá fólkið til að kjósa eins og hentar. Þingið verður meira svona apparat til að sinna smærri málum.
Skrifa ummæli