6. janúar 2010

5. Hvað svo sem einhverjir segja ...


5. Hvað svo sem einhverjir segja þá samþykkti þingið ekki þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er hættulegt stjórnskipan landsins ef forsetinn lætur sannfærast um að vilji þingmanna sé annar en sá sem kemur fram í atkvæðagreiðslum þess.

Hér er verið að segja að forseti eigi að taka fingrasetningar þingmanna á hnappa Alþingis alvarlegar en orð þeirra. Mig langar á móti að spyrja hreinlega hvar stjórnskipulega hættan liggur þegar þingmenn kvarta undan ofríki við forseta og hann tekur orð þeirra til greina? Er ekki hvorttveggja dálítið klikkað?

Það er samt útúrdúr. Það nefnilega þarf ekkert að búa til einhverja dramatískar hugmyndir um klöguskjóður sem kvarta yfir því að snúið hafi verið upp á handleggina á þeim. Það sem liggur þráðbeinast við er rökstuðningur Ögmundar í þinginu. Hann sagði sjálfur að þetta kvöld væri hann kominn til að taka afstöðu til Icesave. Og meðan hann væri að því léti hann öll hliðar- og aukamál eiga sig. Og svo kaus hann á móti. Og þótt vissulega sé þetta fáránlegur rökstuðningur og hugsanlega vinnubrögð sem eru hættuleg stjórnskipun landsins – á sama hátt og Ásmundur Einar kaus með fráleitum hætti í málinu – þá kemur þessi einkennilega staða, að stjórnin sé á móti máli sem hún afgreiðir sjálf, frá stjórnarflokkunum sjálfum en ekki forsetanum.

Engin ummæli: