7. janúar 2010

Ólafur Ragnar frábær á BBC

Þarna fór forsetinn inn í fjölmiðil sem hafði stillt málinu upp á sem neikvæðastan hátt. Hann mætti einum harðasta fjölmiðlamanni heims – og burstaði hann.

Með einföldum, skýrum og réttlátum málflutningi.

Nú þurfa stjórnvöld að koma inn á sömu línu. Áður en það er orðið of seint. Og liðsmenn og stuðningsmenn stjórnarinnar verða að hætta þessu tuði um smáatriði.

Kominn tími til að vakna undan álögum harðlínusamningamannanna sem tóku Steingrím, Jóku og Svavar í nefið.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Eins og komið hefur fram m.a. hjá Silju Báru Ómarsdóttur voru meintir harðlínusamningamenn breta minniháttar embættismenn í breska fjármálaráðuneytinu. Þurfti nú ekki stærri kanónur, enda málstaður íslendinga svo arfaslæmur...