6. janúar 2010

3. Það vantar lög og ramma3. Það vantar lög og ramma sem skýrir hvernig svona þjóðaratkvæðagreiðsla fer fram. Auk þess er staðan sem er uppi þar til hún hefur farið fram óljós og óþægileg. Óþægilegri en t.d. í fjölmiðlamálinu.

Það er rétt að þingið hefur dregið lappirnar í að sinna sínum hluta svona atkvæðagreiðslna, enda ekki skrítið – þeim er beint til höfuðs þinginu. Þetta er samt arfaslöpp röksemd. Sambærileg við að maður sé dæmdur í nálgunarbann gagnvart fyrrverandi eiginkonu sem hann hefur hrellt og angrað og hann mótmæli þar sem bílnum hans sé lagt í skjóli við runna fyrir utan heimili konunnar. „Þú reddar því!“ myndi maður segja. Vilji einhver nánari rök fyrir því að þessi mótbára er vitavonlaus þá bendi ég á ræðu Steingríms J. frá því þegar Davíð Oddsson notaði sömu rök í fjölmiðlamálinu.

Engin ummæli: