6. janúar 2010

6. Synjunin mun ekki leiða til sátta. Þvert á móti mun hún valda deilum.


6. Synjunin mun ekki leiða til sátta. Þvert á móti mun hún valda deilum.

Það má kannski segja að það sé ein leið til að valda deilum að fá þær upp á yfirborðið. Og þá má einnig segja að ein leið til að ljúka deilum sé annar deiluaðilinn vaði yfir hinn. Hvorugt er eðlilegur skilningur hugtakanna.

Þú leiðir ekki til lykta deilurnar um hvort þú viljir hafa fisk eða kjúkling í kvöldmatinn með því að kasta kjúklingnum niður af svölunum. Og þú veldur ekki sömu deilum með því að taka kjúllan úr rósabeðinu þínu og banka upp á hjá óróaseggjunum með hænsnið undir hendinni.

Skyldi það hafa minnkað deilurnar ef forsetinn hefði skrifað undir lögin? Hefðu andstæðingar almenna-Icesave og andstæðingar Icesave 2 bara orðið að láta sér niðurstöðuna lynda og finna sér eitthvað annað að kvarta undan? Ef svo er, hví eiga þá stuðningsmenn Icesave ekki að láta sér málið lynda nú? Er réttur þeirra til að deila áfram um málið meiri en hinna, sem eru á móti því?

Þar með er rökstuðningur Vilhjálms allur týndur til. Þetta er hið málefnalega viðbragð. Þetta eru ástæður þess að forsetinn gerði skyssu.

Ekkert, nákvæmlega ekkert af þessu er sannfærandi. Og fæst er rökrétt.

Engin ummæli: