6. janúar 2010

1. Margir héldu...


1. Margir héldu að með því að skrifa undir þá væru þeir að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave í heild sinni en ekki bara fyrirvaralausu, nýju lögin. Þar sem viðsemjendur okkar hafa hafnað fyrirvörunum og þeir eru það sem tekur við, falli lögin, þá eru kjósendur að taka gagnslausa ákvörðun.

Hér er kannski best að rifja upp textann sem fólk skrifaði undir:

Ég skora á forseta Íslands, herra Ólaf Ragnar Grímsson, að synja nýjum Icesave lögum staðfestingar. Ég tel að það sé sanngjörn krafa að sú efnahagslega byrði sem ríkisábyrgðin leggur á íslenskan almenning og framtíðarkynslóðir þessa lands, verði borin undir íslensku þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu.


Þetta segir Vilhjálmur að einhverjir hafi misskilið og/eða ekki lesið.

Þessi mótbára Vilhjálms snýst um tvennt. Annarsvegar hvort eitthvað sé að marka þann fjölda sem skrifaði undir og hinsvegar hvort ríkisstjórn hafi eitthvað að gera með umboð til samninga sem búið er að hafna.

Byrjum á því fyrra. Það er óumdeilanlegt að stór hluti þjóðarinnar var á móti því að við ábyrgðumst Icesave. Og kannski hafa einhverjir borið þá von í brjósti sér að menn losnuðu við Icesave með því að fella það í væntanlegri þjóðaratkvæðagreiðslu. Mér er jafnvel spurn hvort Vilhjálmur haldi það ekki sjálfur miðað við seinni hluta þessarar sömu röksemdafærslu. Þegar hann segir að það umboð sem ríkisstjórnin fengi ef Icesave verður fellt sé marklaust, því það sé ekki hægt að byggja samning á því. Það virðist bara vera vitsmunalega miðjumoðið, menn eins og ég, sem halda að það séu forsendur fyrir Icesave-samningi þrátt fyrir að þjóðin felli þennan nýja. Gáfumennin og fíflin telji að þar með sé Icesave fallið um sjálft sig. Sem er það sem fíflin vildu.

En gefum okkur augnablik að málin séu eins og þau eru. Að nýi samningurinn sé hreinlega þessi lakari, fyrirvaraminni en að stjórnin hafi enn takmarkaða samningsumboðið falli lögin á atkvæðagreiðslunni. Er einhver ástæða til að ætla það, að einhver af þeim sem skrifuðu undir og vildu losna við Icesave alfarið myndu hætta við í ljósi nýs skilnings – og ákveða að draga undirskrift sína til baka svo að viðkomandi verði nú ekki álitinn Icesave maður? Og það verði bara að hafa það að nýi ennverri samningurinn taki gildi? Er það líklegt.

Og er það yfirhöfuð smekklegt að haga sér eins og naglfestur antikristur og segja við forsetann: „Refsa þeim, því þeir vita ekki hvað þeir gjöra.“

Engin ummæli: