6. janúar 2010

4. Endurreisn Íslands bíður



4. Endurreisn Íslands bíður því að það að landa Icesave-samningi tryggir margvíslega fyrirgreiðslu.

Það er ekki ljóst hvort þessi rök beinast gegn forseta fyrir þá töf sem kemur á málið vegna þjóðaratkvæðagreiðslunni eða gegn þeim sem hugsanlega myndu fella samninginn í atkvæðagreiðslunni.

Fyrri rökin eru í hæsta máta ómöguleg. Sú bið sem kemur á málið forsetans vegna er óveruleg og raunar alveg undir ríkisstjórn komin. Stjórnin getur hraðað eða hægt á málinu eins og henni hentar.

Ef verið er að beina rökunum gegn þeim sem kynnu að fella samninginn og þar með hefja nýjar samningaviðræður þá eru þetta góð og blessuð rök. Og það kemur þá í hlut andstæðinga samningsins að svara þeim. Svörin yrðu væntanlega eitthvað á þá leið að það sé margbúið að sanna að þeim börnum farnist betur í lífinu sem velji þá leið í þekktri sálfræðitilraun að hafna súkkulaðimola sem þau geta fengið strax gegn því að fá meira súkkulaði seinna.

En svona rök skipta engu máli í grein um það hvers vegna ákvörðun forsetans hafi verið röng. Hann hafnaði ekki lögunum út frá neinum fabúleríngum um súkkulaðimola í dag og konfektkassa í næstu viku. Hann einfaldlega tók tillit til þess stóra hóps sem krafðist synjunar. Og vonandi, því það er hugmyndin á bak við þetta vald forsetans, óháð því hvort hann var efnislega sammála þeim sem kröfuna báru fram. Hvort forsetinn var í raun sammála eða ósammála skiptir ekki máli ef hann er fyllilega samkvæmur sjálfum sér og hræsnislaus í beitingu þessa valds (ólíkt sumum sem nú beita lagasetningarvaldinu af ótrúlegri hræsni). Svo notuð sé líking sem passar harla vel við forsetann og hlutverk hans: sá sem er fenginn til að skella kórónunni á haus fegurðardrottningar eða hnýta borðan um halann á verðlaunakú þarf ekki að deila fegurðarskyni dómnefndarinnar.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

I love maurildi.blogspot.com! Here I always find a lot of helpful information for myself. Thanks you for your work.
Webmaster of http://loveepicentre.com and http://movieszone.eu
Best regards