2. janúar 2012

Pál Skúlason á Bessastaði

Það ríkir óvissa um hlutverk Forseta Íslands. Páll Skúlason heimspekingur og fyrrum rektor hefur fyrr verið orðaður við embættið en það er sem mig minni að hann hafi sagst of fátækur til að keppa við peningamaskínurnar sem tókust á 96. Hvað sem því líður þá dettur mér enginn annar í hug sem getur glætt embættið einhverju merkingarbæru innihaldi. Páll er ekki pólitískur vindhani. Hann er hugsuður sem barist hefur fyrir því að við lærum af mistökuum, hugsum gagnrýnið og látum okkur varða um hvert annað. Hann mun ekkert gera nema gott í þessu starfi. Og við höfum gott af því að hafa forseta sem hvetur okkur og ögrar en sýnir þjóð sinni virðingu. Sem er ekki forseti settur til háðungar embættinu heldur til að sinna því - og sinna því vel. Páll mun geta lagað sig að hlutverkinu þótt það breytist. Hann mun þora að hugsa og tala af hreinskilni og ögun. Við þurfum þannig forseta. Meira en við höldum.

Engin ummæli: