„Svo hefur uppeldið á syninum greinilega verið: „Do as I do“, hann virðist vera ansi liðtækur í afbrotum líka.“
Sem dómarinn rökstyður þannig:
[Ummælin] teljast óviðurkvæmileg aðdróttun samkvæmt 235. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, þar sem annars vegar er dróttað að því, að stefnendur, Margrét og Sigurður, séu afbrotafólk, sem hafi beinlínis alið son sinn upp til afbrota, og hins er því dróttað að stefnandanum Stefáni, að hann hafi beinlínis verið alinn upp til afbrota. Er vandséð að þessi ummæli geti fallið undir hugtakið gildisdómur, sem leiddur verði af þeirri fjölmiðlaumfjöllun, sem var tilefni bloggfærslu stefndu Ástu Ernu.
Hverskyns rugl er í gangi? Vissulega er margt látið flakka á netinu og sumt af því til lítillar prýði. Mjög margir spúa frá sér forheimskandi vaðli í allar áttir – en þessar gælur við óþjóðalýðinn í Aratúni eru fáránlegar.
Það stendur hvergi, ekki einu sinni á milli línanna, að foreldrarnir hafi alið hann upp til afbrota. Það stendur að afbrotamaður hafi alið upp afbrotamann. Og að afbrotahegðun feðganna sé áþekk.
Sem er algjörlega dagsatt.
Sæmilega læs einstaklingur sér ekki mögulega út úr þessum orðum að verið sé að brigsla þessum hjónum um að vera einhverskonar Fagin sem þjálfi börn sín í glæpum. Aðeins að eitthvað sé verulega óþokkalegt við það að fjölskyldur skuli vera maríneraðar í ofbeldi og óþokkaskap.
Það má víst ekki tala um það opinberlega að mamman hefur í tvígang orðið uppvís að ofbeldisverkum. Dómarar hafa ákveðið að það sé ósmekklegt, enda sé svo langt síðan. Gott og vel. En að það megi ekki segja að sonurinn hafi erft ósóma pabba síns er galið. Þegar til er skjalfest, dæmt og vottað að þeir feðgar hafa í sameiningu barið saklausa menn í buff fyrir engar sakir – og reynt svo að ljúga til um það á eftir.
Þessi Aratúnsfjölskylda ræðst með lagalegu offorsi að öllum þeim sem hún telur fjalla af ónákvæmni um sig og virðist kæra nokkurnveginn allt sem henni mislíkar í þeirri von að eitthvað festist. Og dómstólar dansa með. Láta eins og þessir feðgar hafi einhverja æru að verja.
Dómstólar eiga ekki að vera kylfur í höndum ofbeldisseggja.
Það á ekki að taka þátt í hártogunum dólga.
5 ummæli:
Snöfurlega mælt.
Býr fólkið enn á Aratúni 34?
Ási
Fyrir gefðu, segir ekki í dómnum að þessi sonur sé enginn ,,gallagripur"
og enginn sönnun til um það ?
Þú segir síðan hann hafi barið mann með föður sínum !
Hvaða upplýsingar hafði þessi dómari ?
Kveðja JR
Hér eru feðgarnir dæmdir fyrir að berja tvo menn. Dómurinn féll fyrir hálfu ári síðan.
http://domstolar.is/domaleit/nanar/?ID=E201101451&Domur=2&type=1&Serial=1&Words=
Fyrirgefðu. Hér:
http://domstolar.is/domaleit/nanar/?ID=S201100179&Domur=3&type=1&Serial=1
Hitt er dómurinn núna. En þú sérð að þetta eru sömu menn
Þessi meiðyrðamál eru komin úr öllum tengslum við raunveruleikan.
Þessi öryrki er dæmdur til að greiða hálfa milljón fyrir að tjá sig um fólk sem hafði ráðist að fjölskyldu. Konu sem hélt á barni og spreyjað yfir hana piparúða.
Konan segir álit sitt á þessari hegðun og hún er glæpamaðurinn sem er dæmdur til refsingar (greiðslu skaðabóta)
Hvað er að verða um þetta þjóðfélag okkar eiginlega?
Ég las frétt á dv minnir mig um daginn þar sem fjallað var um einmitt meiðyrðamál en þar var blaðamaður dæmdur fyrir orð annarar manneskju. Viðmælandans.
Orðin sem voru dæmd ómerk, voru "þyrnirós". Og var þessi blaðamaður dæmdur til að greiða eina og hálfa milljón í skaðabætur og málskostnað.
Það er augljóst að þessi meiðyrða kærugleði er komin úr böndunum og þarf að stöðva þetta.
Þegar fólk er t.d dæmt fyrir orð sem ekkert illt er bakvið að þá er kominn tími til að fara yfir þann málaflokk og breyta lögum.
Aftur að þessu máli sem hér ræðir, að fólk hlýtur að hafa rétt á að tjá sig um grafalvarlegar gjörðir fólks sem ræðst með ofbeldi á aðra.
Skrifa ummæli