10. janúar 2012

10 merki þess að það er kominn tími á...

Hér að neðan eru helstu merki þess að það sé kominn tími fyrir þig til að stíga inn í upplýsingaöld í starfi þínu sem kennari.

1. Þú eyðir tíma þínum í búa til/fara handvirkt yfir verkefni sem hafa aðeins eitt rétt svar við hverri spurningu.
2. Þú notar vasareikni til að finna einkunnir.
3. Þú stýrir oftar en ekki því hvað nemendur fást við í tímum, jafnvel niður í blaðsíðutöl og efnisgreinar.
4. Þú notar túpusjónvarp eða geislaspilara í vinnunni.
5. Þú lætur kennslubækur stýra kennslunni. Og þar sem þær duga ekki til notar þú ljósrit.
6. Þú lætur nemendur vinna í tölvustofum.
7. Þú ert oft að endurtaka sömu hlutina.
8. Þú hefur ekki yfirsýn yfir einstök verkefni eða verkefnaþætti, veist t.a.m. sjaldnast hve hátt hlutfall nemenda svarar hverri spurningu rétt.
9. Þú skiptir námshópnum meðvitað eða ómeðvitað í hraðfara, hægfara og aðra.
10. Þú veist að þú heldur aftur af sumum, ýtir á eftir öðrum og sinnir fáum eins og þú vilt.

Allt er þetta til marks um ákveðinn vanda, tímasóun og tregðu.  Upplýsingatækni býður ótal leiðir framhjá þessum vanda – og þú getur sinnt starfinu betur, nýtt tímann betur og boðið nemendum upp á betra nám.

Á næstunni mun ég taka dæmi um einfalda notkun tækni til að díla við hvert af þessum vandamálum.


1 ummæli:

Bjössi sagði...

Hvað var aftur númer sjö?