8. apríl 2011

Mitt síðasta um Icesave

Nú er tímabært að leggja árar í bát. Ég hef sagt mitt síðasta um Icesave. Ég hef þróað afstöðu mína hér á þessu bloggi og reynt að skýra eins undanbragðalaust og mér er unnt. Ég tel já við Icesave geta verið réttmæta afstöðu en mun sjálfur kjósa á móti.

Það skiptir mig í raun meira af hverju aðrir kjósa það sem þeir kjósa en hvað þeir kjósa. Við þurfum að breyta því hvernig við gerum hlutina sem samfélag. Icesave-umræðan hefur fyrst og fremst sýnt fram á það.

Mig langar að þakka þeim sem rökræddu við mig og veittu mér nauðsynlegt aðhald. Ég veit því miður ekki hvað allir heita því flestir komu fram undir dulnefni. Einn af þeim fáu sem kom fram undir nafni og reyndi að mínu mati alltaf að vera málefnalegur var Matti. Mig langar að þakka honum sérstaklega. Við erum ekki sammála um besta kostinn á morgun en ég held við séum sammála um það sem miklu mikilvægara er – hvernig rökræða getur virkað.

Ég varð fyrir miklum vonbrigðum með málflutning sumra annarra. Það er ekki við hæfi að telja þá upp hér.

Engin ummæli: