13. júlí 2009

Vill einhver plííís...

Af hverju kemst ríkisstjórnin upp með að haga sér eins og þarsíðasta stjórn, setja undir sig hornin og vaða áfram í lausn mála án lýðræðislegrar umræðu og eðlilegrar gagnrýni og varkárni?

Var að lesa gamlar færslur eftir mig um Icesave. Fannst ég sérstaklega gáfulegur í þessari færslu 22. júní.

1 ummæli:

Hnakkus sagði...

Svona virðast stjórnir bara hegða sér á Íslandi þegar þær sjá fram á heilt kjörtímabil til að sprella.

Síðasta stjórn var stillt af því hún vildi ekki styggja neinn rétt fyrir kosningar en núna gefa þau skít í allt og alla.

Ég hef lengi sagt að það skipti engu hvort menn kjósi til hægri eða vinstri né þá hverjir af flokkunum fjórum myndi stjórn. Kerfið er ónýtt og það þarf að skipta því út en ekki bara stokka upp á nýtt úr sama stokki og ímynda sér að það breyti einhverju.

Ég leyfði mér að vona að fleiri væru að fatta þetta en ég er ekki svo vongóður þessa dagana miðað við stríðsgjammið sem heyrist úr hverri skotgröf. Flestir pæla meira í því hver talar en hvað er sagt.