Sá Brüno í gær. Hún er ekkert sérstök.
Það er nokkuð ljóst að Sambíóin eru með alla anga úti til að fleyta sér í gegnum kreppuna. Miðinn kostaði 1.100 kr. Sem er kannski ekki mikil hækkun. En veitingarnar hafa hækkað fráleitilega. Maurapúkarnir geta keypt gos í sjálfsala og þar kostar 1/2 lítri af kók 300 kr. Jafnmikið og tveggja lítra kók kostaði í 10/11 fyrir hálfu ári og þótti okur. Annað er eftir því.
Samkvæmt Smáís er Brüno bönnuð yngri en 14 ára. Það er einkennilegt. Í BNA er hún bönnuð yngri en 17.
Ég veit ekki ástæðuna fyrir þessum mun. Margar, margar myndir sem eru teprulegri en Brüno eru bannaðar innan 16 hér á landi.
Skyldi bíóið lækka aldurinn til að ná inn fleiri krónum í kreppunni?
1 ummæli:
Minn miði kostaði 1.050 í Álfabakka. Var nýbúinn að skoða þetta á miði.is þar sem miðinn kostaði 900! Skil þetta ekki alveg.
Veitingasalan í bíóunum er hreinræktuð glæpastarfsemi. Algjör.
Skrifa ummæli