23. apríl 2008

Vörubílstjórar

Þetta er nú orðið nóg, og rúmlega það, af mótmælum hjá þessum vörubílstjórum.

Jú, jú helvítis olían er rándýr, og bensínið reyndar líka, en álögur Ríkisins á eldsneyti eru ekkert meiri hér á landi en t.d. í hinum Norðurlöndunum, auk þess þarf nú töluvert af peningum til að viðhalda vegakerfinu, sem einmitt þessir sömu vörubílstjórar slíta nú mest allra þeirra sem aka um göturnar. Einhversstaðar las ég, að einn vörubíll (svona fullorðins) slíti vegum álíka mikið og sex þúsund fólksbílar, við skulum bara gera ráð fyrir að það sé nú ekki alveg rétt, vera mjög sanngjörn gagnvart vörubílum og gefa okkur að það séu svona uþb. eitt hundrað og fimmtíu fólksbílar, sem eyða t.d. 10 lítrum, hver á hundrað km. Verum áfram sanngjörn gagnvart vörubílum og segjum að hver þeirra eyði 100 lítrum á hverja hundrað km. Það er vel í lagt, því flestir eyða minna en það. Hvort haldið þið að vörubílstjórar eða við, fólkið á fólksbílunum skili meiru til viðhalds vega á Íslandi?

Auk þess eru mótmælin þess eðlis að þau bitna fyrst og fremst á saklausum almúganum sem þarf að komast leiðar sinnar, eða heldur einhver, að ráðherrunum sé ekki alveg skít sama þó nokkrir vörubílar standi kyrrir á miklubrautinni í klukkutíma ?
Það getur vel verið að hægt sé að liðka til varðandi hvíldartíma ökumanna og sé jafnvel nauðsinlegt að gera það, en þá er það eitthvað, fyrir hlutaðeigandi, til þess að semja um, allavega finnst mér ekki líklegt að þær reglur breytist þó vörubílar standi einhversstaðar hist og her úti á miðri götu.

Ég held nefnilega, þegar allt kemur til alls,að þetta snúist ekkert um olíu eða hvíldartíma, ef olían hækkar þá er eðlilegt að gjaldskrá atvinnubifreiða hækki, það skilja það allir.

Það sem þetta snýst, hins vegar um fyrst og fremst er þetta: Kallarnir eru búnir að kaupa stóra og flotta bíla á einhverjum „myntkörfulánum“ eða hvað þessi lán eru kölluð, og nú er staðan orðin þannig að á sama tíma og lánin og afborganir af þeim, rjúka upp, þá minnkar atvinnan hjá vörubílstjórum vegna samdráttar í þjóðfélaginu, og þeir eiga ekki lengur fyrir afborgunum, þeir voru ekkert að kvarta svo mjög mikið meðan gengið var hagstætt og nóg var að gera, en núna er þetta llt í einu orðið helvítis basl, og þá finnst þeim bara að einhver annar eigi að borga.
Það á ekki að ansa þessu.

Ólafur Ragnar Hilmarsson

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

heyr heyr