7. mars 2008

Randy Pausch

Randy Pausch tölvunörd og prófessor fékk seint á síðasta ári þær fréttir að hann ætti örfáa mánuði eftir ólifaða. Hann fékk krabbamein í bris (eins og Patrick Swayze), sem síðan er búið að dreifa sér til annarra líffæra. Viðbrögð hans kristallast ekki síst í víðfrægum fyrirlestri undir fyrirsögninni „Síðasti fyrirlesturinn“. Fyrirlesturinn er um uppfyllingu æskudraumanna.

Hægt er að fylgjast með Randy á heimasíðu hans (hann er enn á lífi en orðinn alvarlega veikur af lyfjameðferðinni, nýrun starfa á hálfum dampi og blóþrýstingurinn er orðinn 200/100) og satt að segja eru þessar örfáu mínútur sem það tekur mann að setja sig inn í hans mál afar mannbætandi.

Það er líka meira en þess virði að horfa á „Síðasta fyrirlesturinn“ þótt hann sé töluvert lengri en venjulegir bloggflakkarar sætta sig við.


Engin ummæli: