Vændiskonan „með kisuandlitið“ hefur verið nokkuð áberandi í fréttum í dag. Auðvitað hlaut að koma að þessu, vændi er orðið refsilaus verknaður, svo lengi sem ekki eru dólgar í spilinu.
Þá má spyrja sig. Skyldi virkilega draga úr mansali og eymd kvenna ef gefið er grænt ljós á vændi svo lengi sem enginn dólgur er sýnilegur. Eru dólgar virkilega svo vitlausir að þeir kunna ekki hylja slóð sína? Er eitthvað því til fyrirstöðu að þeir sem misstu súluspónin úr aski sínum opni vændishús. Þeir geta „leigt“ vændiskonunum aðstöðu fyrir húllumhæið og pláss undir auglýsingar, jafnvel ráðgjafarþjónustu.
Er virkilega einhver ástæða til að ætla að konan á myndunum sé ein í þessu vændi?
Hvernig átti lagabreytingin að verja hag kvenna?
3 ummæli:
Nei, það er ekkert því til fyrirstöðu. Þar sem þessari reglugerð hefur verið komið á, þ.e. að vændi sé frjálst en þriðji aðili má ekki hafa af því tekjur, hafa melludólgar tekið upp á því að leigja vændiskonum aðstöðu gegn himinháu gjaldi auðvitað.
Hóruhúsin eru því ekki lengur hóruhús innan ramma laga. Þeir eru leigusalar og eru því ekki að gera neitt af sér.
Best væri að láta ríkið sjá um reksturinn og securitas um gæsluna. Aurana í vorvörn.
K
Spurning um að fá að sjá príslistann hjá ungfrúnni
Það má líka spyrja sig hvað þú sért að fela með þessum tveimur svörtu línum. Hmmm.
Skrifa ummæli