7. mars 2008
Er krabbinn Patrick Swayze að kenna?
Tveir áhættuþættir eru langveigamestir þegar kemur að hinu banvæna briskrabbameini sem dregur svo til alla sem veikjast af því í gröfina á örstuttum tíma, aldur og reykingar.
Nú er komið upp úr kútnum að Patrick Swayze reykir að jafnaði þrjá pakka af sígarettum á dag auk þess að reykja vindla. Að minnsta kosti gerði hann það árið 2000 og það kostaði hann næstum því lífið þegar hann lenti í flugslysi af völdum reykinga. Skýrslan um flugslysið er hér.
Samkvæmt henni féll þrýstingurinn í flugstjórnarklefanum þar sem Swayze flaug í 13 þúsund fetum yfir auðnum Arisóna. Fljótlega varð hann afar ringlaður og átti erfitt með að sjá mælana. Samkvæmt radar fór hann að fljúga sífellt lengra af leið. Swayze hélt loks að hann væri kominn að flugvellinum og hafði ekki hugmynd um það að flugbrautin, sem hann áleit, var ofur venjulegur vegur. Hann klessti á ljósastaura en komst ómeiddur frá því.
Þeir sem komu að slysinu báru vitni um að hann hafi verið afar einkennilegur, rauðeyður og ringlaður.
Niðurstaða flugslysanefndar er að útblástur frá vélinni hafi (ásamt því að hann reykti þrjá pakka á dag) orðið til þess að hann varð fyrir mónoxíðeitrun. Byggði það á staðfastri neitun Swayze þess efnis að hann hafi verið undir áhrifum áfengis (sem líka hefði getað útskýrt hegðun hans). Þó er vitað að Swayze var með bjór um borð.
En það er nokkuð ljóst að krabbann fékk Swayze sem kaupbæti við þessa 22 þúsund sígarettur og slatta af vindlum sem hann reykti á ári. Tengsl briskrabba og reykinga eru þau að brisið hefur takmarkaða endingargetu. 2/3 af þeim sem fá krabbann eru eldri en 65 ára. Magnús Magnússon [pípureykingamaður ársins 1978], Mastermind, dó t.a.m. úr þessu krabbameini (sem og Pavarotti [reykti vindla], Syd Barrett úr Pink Floyd [reykti allt sem að kjafti kom], Bill Hicks uppistandari [fór með tvo kveikjara á dag], Margaret Mead mannfræðingur [stoltur hassreykir], Jacques Derrida heimspekingur [pípa], Joan Crawford leikkona [reykti], Nigel Hawthorne leikari [pipe], Michael Landon leikari [úr Húsinu á sléttunni, reykti 4 pakka á dag], René Magritte [„Þetta er ekki briskrabbi“] myndlistarmaður og Henry Mancini tónskáld [pípa]. Reykingar eyðileggja brisið hægt en örugglega og auka þannig líkurnar á að krabbameinið myndist. Ef við bætist að náinn ættingi hafi fengið briskrabba þá eru reykingar svo gott sem sjálfsmorð.
Þess má geta að Swayze hefur ekki tekist að hætta að reykja þrátt fyrir krabbameinið.
Loks má geta þess að um 65% síðuhaldara eru reykingamenn.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Mér þykir áhugi þinn á Patrick Swayze orðinn næsta óhugnanlegur. Megum við búast við fleiri færslum um þetta mál?
ég sagði það áður, og ég segi það aftur.. .áhugi þinn á Swayze gerir mig hræddan.
Svo mótmæli ég þessu með prósentureikninginn, og hef þegar skýrt mál mitt hvað það varðar.
kv, Bóla
Skrifa ummæli