5. mars 2008
Patrick Swayze dauðvona II
Ég hef rakið fréttina um yfirvofandi dauða Patrick Swayze til upprunans. Ekki er upprunalega heimildin síðri en heimildin í fyrri færslunni um þetta æsispennandi mál.
Afar varfærið er ég líka búinn að segja konunni minni frá þessu „Heyrðu ástin mín, manstu hvað þér fannst Ghost skemmtileg? Sko...“
Svar hennar: „En ... en ég er nýbúin að sjá hann hjá Opruh.“
Annars þykir mér kannski mest um vert í þessu máli öllu að ég hef loks lært að stafa nafnið hans. Og ég ætla sko að notfæra mér það þessar fimm vikur sem hann á ólifaðar. Næstu fimm vikur má búast við því að Partick Swayze verði útgangspunktur í öllum málum frá verðbólgu til sterabolta.
Annars er kona í teppadrakt hjá téðri Opruh akkúrat núna sem lítur nákvæmlega eins út og Donald Sutherland með hárkollu ef hann væri búinn að flá andlitið af Hugh Laurie og gengi með það sem grímu. En hún er ekkert lík Patrick Swayze.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Viltu gera svo vel að losa þig við Stöð 2 !!!
Nú sannast það sem ég hef alltaf haldið fram, að stöð 2 er djöfullinn sjálfur í dulargervi, og hann hefur náð að sveisía þig. Þú ert orðinn Sveisí fan,og ég hræðist það.
Mér stendur uggur af því, ef þú ert að fara að opinbera aðdáun þína á patrik sveisí núna, mér sem hefur þótt vænt um þig í 6 eða 7 ár !!! :) ... ég get ekki séð að mér þyki vænt um mann sem er laumulega skotinn í patrik sveisí !!
Kv, Bóla
Mundu, að meðan þú fjallar um Patrick, þá ertu sjálfur dauðvona, þó þú farir annan veg.
Megi sá vera varðaður lífi.
Menn "begga tú differ" yfir þessu ótímabæra andláti:
http://www.imdb.com/news/wenn/2008-03-06/
Má vera að Patrick Swayze (ég kunni líka að stafsetja það!) hafi verið eitís-hetja, hans besta rulla hlýtur að vera Jim Cunningham úr Donnie Darko.
Já sveisí kallinn hefur átt sín móment og hefur lagt mikið til ástarfrasa sem ástarfíklar hafa tekið uppá að hvísla í eyra ástvinar á rómantískum stundum.................. dittó..
kv,
GS
Skrifa ummæli