Horfum fram hjá því hversu fátækur maður þarf að vera til að hafa ekki efni á að láta frá sér tvær og hálfa krónu af hverjum þúsundkalli. Horfum bara á stöðu Íslands í samfélagi þjóða:
Það er ekki til sá mælikvarði í heiminum sem gerir óbrenglaðri manneskju kleift að barma sér undan slíkri stöðu.
Þeir sem telja þjóðina ekki aflögufæra, til þeirra sem líða raunverulegan skort og glíma við hungur, fátækt og sjúkdóma, stjórnast af græðgi og ómanneskjulegum heimóttaskap.
Það má kannski deila um hversu veruleikafirrt María Antoinette var á sínum tíma og hvort hún hélt í alvöru að bakkelsi væri einn af fæðuflokkunum. Kannski var hún besta skinn. Það verður samt ekki deilt um smásálarskapinn og aumingjaháttinn hjá blómaskreytingarkonunni sem tímir ekki að splæsa í hveitifræ handa sveltandi fólki.
1 ummæli:
Sagnfræðingar halda því fram að María hafi aldrei sagt þetta með bakkelsið. Hef ekki heimild á takteinunum.
Bestu kveðjur
Sunna
Skrifa ummæli