9. júlí 2012

Tólf áratugir af ónýtri æsku


1907: [M]ikill efi er á, hvort ekki hefði þá verið jafn þarflegt að gefa út «Konungsskuggsjá» og «Rímbeyglu, er mjög góð og gagnleg vísindi eru í, og hafa þau  enn í dag fult gildi sum, enda miklu  þarflegri en anda-væringar og eldhúsrómanar, er ungdómurinn íslenzki nú á  dögum virðist þó gleypa í sig eins og  sólginn hræfugl ljúfæta bráð. 






1919: Íslendingar yfirleitt leggja alt of litla rækt við uppeldi barna sinna. Það er mikil skömm og stór skaði. Þeir kunna fáir að hlýða og kenna eigi börnum sínum það heldur. Það drýpur af íslendingum kæruleysi og agaleysi, vanhirða og óregla. Þess vegna eru þeir fátækir. Fjöldi manna, ekki síður skólagengnir menn en aðrir, eru auðnuleysingjar. Arlega fer nokkurra miljóna króna virði til ónýtis á Íslandi sökum hirðuleysis, skylduræktarleysis og kæruleysis. Margir eru þeir, bæði karlar  og konur, sem kunna t. a. m. eigi að loka hurð á eftir sjer, er þeir ganga um, heldur ganga annaðhvort frá opnu  eða skella. Þetta alt er mest uppeldinu að kenna.  Skyldurækni er fáum innrætt. Þetta þarf að bæta. 






1924: Jeg hefi heyrt bóksala kvarta yfir, hvað lítið sje keypt af bókum síðustu árin, »nema þá eitthvert ódýrt rusl«. Jeg held það sje ekki af því að fólk vilji ekki eignast góðar bækur, heldur beinlinis af efnaskorti. — Er slæmt, ef »ungdómurinn« venst svo mest við »ruslið«, og allra lakast, ef sá góði og gamli siður hverfur, að hverju barni sje gefin sálmabók og passíusálmar, en fái í stað þess »spennandi« en ódýra neðan-málssögu í fermingargjöf.






1939: Eitt er það, að æskulýðurinn nú á dögum erí mikilli hættu. «Alt er á fleygiferð — alt í loftköstum! Skólar á annari hverri þúfu. Sifelt gambrað um mentun, en fáir læra neitt til hlítar. Sannri mentun og menningu hrakar. Flest hið góða og gamla fyrirlitið og fótum troðið. Ungdómurinn les eldhúsreyfara, lauslætis-bull og glæpasögur, en lítur ekki við glæsilegum skáldritum eða sögu þjóðar sinnar.






1947: Ég kannast við svona pilta eins og Jóhannes. Þeir þykjast alltaf eiga nægar afsakanir. Mér virðist ungdómurinn nú á dögum vera skríll upp til hópa. — Mér finnst drengurinn saklaus, sagði ég. Kaupmaðurinn gabbaði hann til að fara með appelsínur út á Seltjarnarnes. — Á íslenzku heita þær glóaldin, sagði kennslukonan. — Já, eða eiraldin, sagði ég.  Hún þóttist ekki heyra það, en sagði:  — Svo tók ég eftir því, að þér notuðuð ekki rétt  fornafnið „hann" þarna áðan. Þér sögðuð, að honum langaði til að tala við mig. Þér eruð auðheyrt með þágufallssýkina.






1959: Nauðsynlegt er að ungdómurinn læri að velja sér til lesturs bækur sem eru við þeirra hæfi. Of mikið er  á markaðnum af bókum, sem ætlaðar eru til ills eins, og er þar  prentfrelsið misbrúkað. Þar er verkefni fyrir öll kvenfélög að vinna að því að það sé gjört að lagabroti að útbýta svoleiðis óþverra. 






1961: Áður fyrr — á hinum svokölluðu gömlu, góðu dögum — voru unglingspiltar og stúlkur vernduð frá kynferðislegum freistingum. Þau voru alin upp í að forðast allt það sem haft gat espandi áhrif á  kynhvatirnar. 






1978: Það er svolítil leti í ungdómnum að fara um. Hann er hættur að nenna að skemmta sér, vill heldur láta  skemmta sér. Hér áður gekk fóik lengst utan af Látraströnd í vondum veðrum kannski í einn til tvo klukkutíma til þess aðeins að spila í klukkustund eða tvær. Núna t.d. fara menn ekki erindisleysu í  hús, og ég geri ráð fyrir að  sjónvarpið hafi þar haft sín áhrif






1986: Þessu var auðvitað ekki hlýtt enda hlýðir ungdómurinn engu nú til dags nema þegar pabbi og  mamma skipa elskunum sínum að hunskast í bíó til að horfa á einhverja hryllingsmynd á sunnudegi og kaupa sér lakkrís.






1996: Víða um land erjiú litið til yfirvalda á Egilsstöðum sem fyrirmyndar í uppeldi ungdómsins. Þar hefur mönnum tekist það sem áður var talið óframkvæmanlegt. Unglingur hefur verið rekinn úr unglingavinnunni fyrir leti. 






2003: Þá hafa skólarnir sópað æskunni af götum borgarinnar og ungdómurinn situr með öryggisnælu í miðsnesinu og hring í eyra og fræðist um að á undan Hómer Simpson kom annar Hómer, og enn ein kynslóð Íslendinga gerir tilraun til að ná valdi á danskri tungu sem aldrei hefur passað upp í íslenskan góm.






2012: Ekki misskilja mig, þetta eru greindir krakkar en í suma vantar blaðsíður og fleiri fleiri kafla í bókinni sem kalla mætti Menningarlæsi. Þetta að vita að Halldór Laxness fékk Nóbelinn 1955, og að Vigdís Finnbogadóttir tók við af Kristjáni Eldjárn og að maður eigi að þakka fyrir matinn.

Engin ummæli: