7. júlí 2012

Stephen Fry um blogg


Og á svipaðan hátt ertu óhultur ef þú gætir þess að láta ekki augun síga niður skjáinn þegar þú lest blogg, svo lengi sem þú endar ekki í athugasemdahlutanum þar sem tröllin læðupokast, þar sem grimmdin er því... Ég meina þetta er hreinlega vellandi gröftur af ólgandi sýruhafi og ef þú svo mikið sem stingur tá ofan í missirðu útlimi, bara bakkafullur óþverri. Aftur er til staðar þessi andúð: „Þið skuluð heyra í mér og ekki bara það, ég skal móðga ykkur.“ „Ég mun tæta,“ „Ég mun særa.“ „Ég mun meiða.“ „Ég vil valda óbætanlegum skaða á skynjun allra sem eru ósammála mér.“ 


Engin ummæli: