Þóra dó dálítið í kappræðunum í kvöld og besta skammtímataktík hennar fólks er að beina allri, og ég meina allri, athyglinni á það hversu afleit dagskrárgerðin var. Það er alls engin þórðargleði í því að segja að Þóra var hræðilega léleg og kom einstaklega illa út á milli Herdísar og ÓRG.
Nú mun eitthvað fylgi færast til Herdísar (sem stóð sig nokkuð vel í auðveldum aðstæðum) og hinna þriggja sem gengu út. Mest frá Þóru, kannski eitthvað frá ÓRG. En forskot ÓRG mun aukast.
Þóra er búin að tapa þessu. Hún á engan séns í málefnin. Þar er valtað yfir hana aftur og aftur. Þess vegna mun þetta gerast næst:
Ráðgjafar hennar munu segja: gleymdu málefnunum. Málefni eru leiðinleg. Láttu gamla liðið um að mala um þau. Við skulum setja stefnuna á unga fólkið og fólkið sem hvorteðer skilur ekki helminginn af því sem þau Herdís og ÓRG tala um. Tökum okkur stöðu með einfaldleikanum og ferskleikanum. Stillum okkur upp andspænis öllu þessu alvarlega, gáfaða fólki – sem er í raun hundleiðinlegt.
Silvía Nótt hefði ekki rætt málskotsréttinn. Besti flokkurinn hefði ekki rætt utanþingsstjórn.
Þóra hefur engu að tapa lengur. Hún getur alveg treyst Gauki og kó til að poppa upp fjögurra vikna baráttu um ekki neitt. Það verður mörgum mikill léttir að geta tapað alvörugleðinni og mega viðurkenna að þeir skilja hvorki né hafa áhuga á öllum þessum þrætum um forsetaembættið.
Væri ekki hægt að hafa svoltið gaman? Taka húmorinn og gleðina á þetta? Búa til sniðugt slagorð: „Já, Ísland“ eða „Til hamingju, Ísland!“ hefði verið fínt en er því miður frátekið. Mönnum leggst þá eitthvað annað til. Gera skemmtileg myndbönd. Jafnvel pínu inspæjerd bæ æsland. Ef þarf, búa til pínu áróður um hve Herdís og ÓRG séu gömul og leim.
Þetta er eina leiðin til að vinna héðanaf. Og þetta kunna herbúðir Þóru. Þetta er líka algjörlega rökréttur kostur forsetaframbjóðandans sem í gær vildi láta minnast sín fyrir prinsippfestu en vill í dag láta minnast sín fyrir...
...að hafa látið þjóðinni líða vel.
3 ummæli:
Fannst Þóra eins og argasta íhald þegar hún sagði að nú þyrfti að hætta að tala um fortíðina og líta til framtíðar. Á þessu skítalandi þar sem ekki er búin að nást sátt eftir hrunið. Sáttin kemur í allrafyrstalagi þegar ný stjórnarskrá hefur tekið gildi með nýjum kosningalögum og aukna möguleika á þjóðaratkvæðagreiðslum.
Mér finnst svo Herdísi hafa brostið dómgreind við að láta Dögg Pálsdóttur tala fyrir sig. Sjálfstæðisflokkskonu sem reyndi að komast í útrásarsukkið þó illa hafi til tekist. Dómgreindarleysi að fatta ekki að almenningur fylgist með liðinu sem var í tjúttinu.
Verð að vera ósammála þér hér, þótt ég sé þér oftar sammála.
Ólafur og Herdís voru gömul og þreytt og sérstaklega fráfarandi forseti. Gamla Ísland sást þar í fullum skrúða.
Hræðsluáróður. En því miður virðist hann virka. Þannig að hann gæti vel setið í 20 ár.
Guð blessi Ísland þá.
Skrifa ummæli