3. júní 2012

Að sýna smá miskunn

Nú flýgur um á netinu einkennilega orðuð auglýsing manns sem óskar eftir hjásvæfu/barnsmóður – jafnvel fleiri en einni. Þetta þykir voða fyndið (sem það er á yfirborðinu) og hefur ratað víða.

Maðurinn kemur fram undir fullu nafni og birtir símanúmer sitt og kennitölu með auglýsingunni.

Ef maður gúglar manninn rekst maður á mikið efni. Hann hefur nú í nokkur ár farið mikinn á netinu og m.a. birt einkennilegar talnaspekisannanir þess að hann sé kristur endurfæddur. Hann hefur líka birt fjöldan allan af bréfum til þjóðarleiðtoga þar sem hann hótar þeim eyðileggingu láti þeir ekki af slæmum siðum gagnvart keisarveldi því sem hann drottnar yfir.

Væri ekki ráð að sýna smá miskunn og átta sig á því að þessi maður á ekkert erindi í skotspón almennings? Við eigum að hlæja að einhverju öðru.

Engin ummæli: