2. apríl 2012
Aprílgabb Maurildanna
Ég ákvað að fagna fyrsta apríl með því að þykjast falla fyrir aprílgabbi femínistanna sem var í ár annað af tveim skemmtilegum göbbum. Úr varð síðasta færsla sem, ef lesin er með athygli, felur í sér tilgang sinn:
Fréttir berast af því að Sóley Tómasdóttir og fleiri femínistar vilji að aðgerðasinnaðir aðilar taki
yfir hina femínísku umræðu á landinu og bæti að auki við aðgerðum í þágu málstaðarins.
Róttækni af þessu tæi var fyrirsjáanleg. Femínistar hafa talið sig á fljúgandi fart upp á síðkastið
sérstaklega vegna þess að þeir greina ekki á milli viðbragða innbyrðis. Þeir gera þau mistök að
taka jafn gild öskur hálfapa og rökræðu léttinnhverfra prinsippmanna og kvenna sem einlæglega og
innilega telja ýmislegt bogið við femínismann.
Af og til hvarflar að mér hvernig geðslag þarf til að vera knattspyrnumaður í fremstu röð. Hvort sem um
púllara eða aðra stuðningsmenn er að ræða þá er ævinlega stór og uppivöðslusamur hópur sem
reiðir ekki vitið í böggum heldur mætir á alla leiki til þess að öskra og æpa og niðra leikmenn og reyna
ítrekað á þolrif bæði þeirra eigin leikmanna og gesti. Þeir ausa drullu sinni yfir hausamótin á börnum,
láta sér í léttu rúmi liggja hverjir verði áhorfendur að ógeðinu og hverjir verði fyrir því.
Fjarskalega hlýtur að vera erfitt að sitja undir svona. Að vera mættur til að iðka íþrótt sína og heyra
eiginlega ekkert annað en háð og níð frá fólkinu sem maður er að leika fyrir. Fyrstu viðbrögð eru
mannleg. Mann langar til að svara í sömu mynt. Hrópa eitthvað til baka eða hæða menn til baka.
Maður gæti jafnvel viljað safna myndböndum og ljósmyndum af skrílnum og birta í sérstöku
albúmi: „Menn sem hata fótboltaleikmenn.“ Það er viðbúið að slíkt hefði áhrif. En þrátt fyrir að
dæmin séu mörg og verkefnið viðamikið þá er það í sjálfu sér ekkert þjóðþrifaverk að svara fíflum.
Jafnvel þótt það sé áhrifamikið og virðist sanna mikla þörf á umbótum.
Óvinurinn er ekki fíflin í stúkunni. Það er fíflskan inni á vellinum. Fíflskan í okkur öllum. Ef maður
kljáist við hana þarf uppbyggilegri aðgerðir. Fyrirmyndir. Ekki dólgslega femínista til að díla við fífl.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli