4. mars 2012

Heimskuleg, hrokafull taktík.

Núna, rétt á meðan beðið er eftir konunni sem velta á ÓRG úr sessi, hafa örvæntingarfullir fátt annað að gera en að rægja forsetann. Menn hafa m.a.s. gengið svo langt að kalla hann Skattmann og dusta rykið af áróðri sem síðast var notaður af stuðningsmönnum Péturs Kr. Hafsteins á síðustu öld. Eitt þykir mér þó miður. Það er hroki sumra sem tala eins og stuðningsmenn ÓRG séu allt kjánar, gott ef ekki keðjureykjandi vitleysingar í krumpugöllum sem hlusta á Útvarp Sögu og eru ginnkeyptir fyrir skrumi. Einn gekk svo langt að kalla andstæðinga forsetans betri hluta þjóðarinnar. Þessi rembingur er heldur ógeðfelldur - og þeim mun ógeðslegri sem hrokabelgirnir þykjast heilagri í leit sinni að betra sameiningartákni þjóðarinnar.

Á sama tíma og andstæðingar hrúga fólki, þ.á.m. mér, í fésbókargrúppur til stuðnings því að einhver, bara einhver kona, bjóði sig fram án þess að hirða nokkuð um afstöðu þess sjálfs þá er eitthvað annarlegt í gangi. Engin kona sem ég myndi vilja að yrði forseti myndi nokkru sinni bjóða sig fram við  þessar aðstæður.

Hrokafullt og mannhatandi mótframboð við ÓRG er dæmt til að tapast. Fólk er ekki fífl.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er ekki síður hroki að kalla þá sem hlusta á Útvarp Sögu keðjureykjandi vitleysinga í krumpugöllum þó að óneitanlega sé það fyndið. Fésbókarfávitarnir sem leita sig dauða að frægri fígúru eru sömuleiðis fyndnir. Við lifum skemmtilega tíma.