20. september 2011

Skólablogg: Vandinn við eina lausn

Ég ætla að leyfa mér að fullyrða að eitt af því sem stendur íslenska menntakerfinu, og menntakerfum almennt, fyrir þrifum – sé áherslan á eina lausn. Megnið af því námsefni sem venjulegur, íslenskur nemandi er látinn pæla sig í gegnum býður upp á fyrirframgefna leið og námsmat er fólgið í hversu eftirtektarsamur nemandinn var á ferðalaginu.

Málið er auðvitað það að lífið býður aldrei upp á eina lausn. Við hverjar aðstæður eru allir heimsins möguleikar í boði.

Vissulega er æskilegt að kunna að afla sér þekkingar, en þekkingaröflun er yfirleitt markmiðsmiðuð. Maður aflar þekkingar eftir kerfi. Þetta kerfi þarf maður að geta sett upp sjálfur.

Í því fá fæstir nokkra kennslu sem skiptir máli.

Sem er kannski skýringin á því hvers vegna fólk er almennt áhrifalítið um hina stærri strauma í þjóðfélaginu.

Engin ummæli: