1. september 2011

Nýtt útlit

Eins og glöggir taka eftir hafa Maurildin tekið útlitsbreytingu. Var það gert til að textinn yrði læsilegri.  Sem hann er.

Í kaupbæti fylgdi eitthvað svona deili-dót neðst. Ég get ekki betur séð en að það virki.

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta er voða fínt hjá þér. Það mætti samt gera þetta læsilegra fyrir síma. Þ.e. að textinn passi sjálfkrafa á skjáinn svo maður þurfi ekki að færa hann til að geta lesið hann allan.

kv. Elvar Berg

Ragnar Þór Pétursson sagði...

Takk fyrir það. Ég hef ekki hugmynd um hvernig það er hægt. Athuga það.

Nafnlaus sagði...

Þetta er betra núna. Textinn fyllir í skjáinn hvort sem maður snýr símanum lárétt eða lóðrétt. Vandinn núna er að bakgrunnurinn er allur blár og textinn svartur svo að hann verður ólæs. Eða þannig er það hjá mér.

Ragnar Þór Pétursson sagði...

Núna?

Nafnlaus sagði...

Allt annað líf. Líka ánægður með að geta valið hvaða pistil ég opna. Verður ekki eins þungt í vöfum.

Nafnlaus sagði...

Eða vöfrum?

Ragnar Þór Pétursson sagði...

Takk kærlega!