4. september 2011

Niðurlægingin

Ef einhver efast um að grimmd er almenn tilfinning og að fólk láti stjórnast af þeirri hvöt að komast í valdastöðu yfir öðru fólki – þá ætti sá hinn sami að skoða samband eldri og yngri nemenda í framhaldsskólum landsins þessa dagana. Hér eru reglurnar í einum, frekar virtum, skóla:



Busareglur 2011 -20121.

Busar verða ávallt að snerta hægri vegg með vinstri hendi.
2. Busar verða ávallt að leiðast, tveir og tveir saman.
3. Busadrengir skulu ávalt vera með varalit og greitt í píku. Busadrengir mega ekki vera með bling í eyrunum.
4. Busastúlkum er með öllu óheimilt að mála sig á nokkurn hátt. Busastúlkur mega ekki klæða sig í ósiðlega flegin né þröng föt.
5.Busar verða að klæðast öllum fötum á röngunni.
6. Busar eiga einungis að nota aðalinganga M og A og þurfa alltaf að ganga aftur á bak í gegnum þá.
7. Nemendaverið og kaffistofa nemenda er bannsvæði busans.
8. Ef busi mætir stjórnarmeðlim skal hann hneigja sig, hrósa honum fyrir fegurð og þokka og bjóða honum góðan daginn.
9.Busi skal aldrei ávarpa böðlul af fyrra bragði, en ef busi er ávarpaður skal hann tala við böðul með sokkabrúðu á hægri hendi.
10.Busi má alls ekki líta í augun á böðli.
11.Busar eiga að hlýða böðlum í einu og öllu.
12. Busar verða ávallt að vera með regnhlíf við hendina ef þeir skildu þurfa að skýla böðlum milli N, M og U.
13. Busar verða að hafa á reiðum höndum nöfn allra meðlima Kryddpíanna.

Hvað er pointið? Jú, að niðurlægja og finna til valds síns. Með þessu opinbera framhaldsskólanemar sig sem smásálir, undirokaðar píslir sem smjatta á tækifærinu til að njóta einhverrar virðingar – jafnvel þótt hún sé fölsk.

Annars var yngri dóttirin í útikennslu um daginn. Leiðin lá niður að andapolli. Úti í pollinum stóð skjálfandi drengur, jafngamall systur hennar. Hann var klæddur í bikiní og í hvert skipti sem hann beygði sig datt typpið á honum út úr sundfötunum.

Starandi horfði hún (og hinir krakkarnir) á drenginn. Eldri strákar héldu sig steinsnar í burtu og glottu.

„Ekki fara í menntaskóla, krakkar,“ hrópaði drengurinn úr tjörninni.

Dóttir mín ætlar ekki í menntaskóla. 

43 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Dóttir mín nýkomin úr skurðaðgerð á hné var látin skríða lengi á marmaragólfi Kringlunnar í MH-busun. Ég reyndi að kæra þetta sem líkamsárás, þrátt fyrir að hafa hlýjar taugar til míns gamla skóla, en löggan hló að mér.
Matthías

Ragnar Þór Pétursson sagði...

Fólk sem ég þekki persónulega hefur verið tekið með valdi, sett í skott bifreiða og jafnvel bundið.

Þetta með hláturinn er einmitt merkilegt. Í nokkuð þekktri rannsókn (Some Social Functions of Laughter: A Study of Humor in a Hospital Setting.) var hlátur rannsakaður sem þáttur í að þola erfiðar aðstæður.

Þar kom þetta fram:

"humour and laughter were commonly witnessed among hospitalized patients, who used fun as a coping mechanism to reduce the anxiety and frustration associated with:

being in the hospital
the insecurity of being sick
having to deal with hospital routines
submission to authority figures
loss of control over bodily functions"

Flestir hlæja sig í gegnum niðurlæginguna sem busunin er. En það er ekki vegna þess að þeim sé svo hjartanlega skemmt. Oft er það til að díla við ómanneskjulegar aðstæður og til að slá á kvíða og hræðslu.

Svo þora fáir að kvarta. Börnin þora það ekki því þau óttast félagslegt sjálfsmorð.

Elías sagði...

Matthías: af hverju fékkstu ekki að leggja inn kæru? Ef lögregluþjónninn neitaði þér um það án góðrar ástæðu þá þarf að kvarta til yfirboðara.

Nafnlaus sagði...

Úr hvaða menntaskóla eru myndirnar?

Eva sagði...

Þegar ég var í framhaldsskóla kom ég upp um smáborgarhátt minn þegar ég varpaði fram þeirri spurningu hvort væri eðlilegt að skólinn gæfi frí frá kennslustundum til sérstakrar ofbeldisiðkunar. Ég var spurð að því í háðstón, hvort ég vildi ekki bara bjóða busunum í kaffi og kökur.

Nafnlaus sagði...

Ég var margfallt meira niðurlægður af kennurum í minni skólagöngu heldur en þessa nokkra busadaga í menntaskóla

Alveg frá því að ég var 6 ára og þangað til ég var að klára táningsaldur var mér sagt að ég yrði ruslakarl útaf því að ég hafði ekki athyglisgáfu til að hlusta á heimsins mestu lúsera (those who can´t do; teach) tala um leiðinlegasta þvætting og heilaþvott í heimi - þjóðernis-áróðurskennda sögukennslu, stærðfræði sem er í engu samhengi við raunveruleikann, eða raunverulega notkun á stærðfræði (þ.e. aldrei kennd dýnamísk módel, bara statísk og engar tengingar við functional hluti sem þetta nýtist í, eins og t.d að forrit tölvuleik eða eitthvað sem mögulega myndi ekki drepa börn úr leiðindum, drepsótt sem svo þyrfti að meðhöndla með rítalíni) tungumál sem bara leiðinlegt fólk hefur áhuga á að tala (að undanskyldum Niels Bohr náttúrulega), ekkert hrós né umbun fyrir að hafa aldrei lært fyrir ensku próf en aldrei hafa fengið minna en 9 í einkun, tungumálafasíska íslensku kennslu (með sama þjóðernisáróðri og sögukkennslan), stafsetningu þar sem kennarinn bendir þér á með rauðum stöfum öll orðin sem þú gerir vitlaus (sem er vel þekkt aðferðafræði dáleiðslumeistara til að fá fólk til að gera andstæðuna við það sem þeir segja því að gera sbr. "ekki hugsa um bleikan fíl"), tímatöflu þar sem maður fær aldrei að einbeita sér að neinum hlut í meira en fjörtíu mínútur áður en manni er hent útí þeytivindu svo að það sé nú alveg á hreinu að maður muni sem minnst (rúmlega helmingur mannkyns (introverts) eru með minni sem getur ómögulega tekið inn upplýsingar í svona aðstæðum) og svo mætti lengi lengi telja.

Messta niðurlæging fólks í skyldugu námi er að þurfa að læra eftir miðstýrði námskrá, búna til af lúðum sem voru svo heppnir að fæðast með paint-by-numbers páfagauka athyglisgáfu, og leiddust því útí að halda að þeir væru betri en aðrir, sem leiddi að sér að þeir fóru í nemendaráð svo stúdenta ráð, svo röskvu eða vöku og svo stjórnmálaflokka svo að þeir þyrftu aldrei að fara af spenanum og gætu framleitt fleiri lúða í sinni eigin mynd með því að gera námskránna meir og meir degenerate goodie goodie þvaður

Þannig að í stuttu máli, kennarar sem sjá ekki skóginn fyrir trjánum mega fokka sér :)

Nafnlaus sagði...

Ég er nemandi úr kvennó og var busaður í fyrra, og það var lögð mikil áhersla á það að það væri hægt að segja stopp hvenær sem er og var oft tékkað hvort það væri ekki í lagi með mig, en svo er þetta náttúrulega mismunandi eftir manneskjum en mér finnst þessar myndir þínar alls ekki við hæfi, mér hefur aldrei... aldrei liðið jafn vel og þegar busunin var búin og ég leiddur upp á svið þar sem var tekið í hendina á mér og boðið mig velkominn í Kvennakólann

Nafnlaus sagði...

Ég hló mig máttlausan af eftirfarandi commenti:

Úr hvaða menntaskóla eru myndirnar.

Þessar myndir eru augljóslega frá einhverjum sjúkum austurlandaþjóðum að misþyrma fólki. Þetta er engan veginn busun í framhaldsskóla.

Af hverju myndi dóttir þín ekki bara segja fólkinu að hún væri nýbúin í hnéaðgerð? Það hefði líklega ekki verið neitt vandamál.

Annars er þessum busareglum sjaldnast fylgt eftir af eldri nemendunum í framhaldsskólunum, og hver er refsingin ef að krakkarnir gera ekki það sem þau eiga að gera? Oftast er hún engin.

Eva Hauksdóttir sagði...

Ragnar sem þó virðist trúa á grimmdina, hefur óendanlega trú á því að lesendum hans hafi einhvernveginn tekist að sneiða hjá almennri forheimskun. Hann hefur líklega búist við að lesendur hans skildu samlíkinguna.

Sko. Ragnar byrjar pistilinn á því að varpa fram þeirri hugmynd að manneskjan sé í eðli sínu grimm og tilbúin til að taka sér vald yfir öðru fólki, eingöngu sér til skemmtunar. Myndirnar sýna slíka atburði, fanga sem eru pyntaðir og niðurlægðir, til þess eins að þjóna þörf fangavarða til að finna til yfirburða.

Textinn snýst um það hvernig menntskælingar, almennt ósköp heilbrigð og venjuleg ungmenni, taka sér á sama hátt vald yfir öðru fólki, ekki vegna þess að nein átök hafi grasserað lengi, heldur bara af því að það þykir hin besta skemmtun.

Markmiðið er að fá fólk til að velta fyrir sér t.d. eftirfarandi spurningum:
Finnst ykkur í lagi að rækta þá mannlegu eiginleika sem fá fólk til að vinna voðaverk? Finnst ykkur í lagi að normalisera ofbeldi? Hvar liggja mörkin milli leiks og ofbeldis? Á hvaða augnabliki hættir það sem byrjaði sem frekar sakleysilegur valdaleikur að vera fyndið? Hversu langt myndu venjulegir, heilbrigðir framhaldsskólanemar, fólkið sem við elskum og við sjálf ganga í ofbeldinu ef við hefðum félagslegt samþykki fyrir því?

Af einhverjum ástæðum umberum við framkomu gangvart nýnemum í framhaldsskólum á ákveðnum degi, sem við myndum ekki viðukenna í hvaða samhengi sem er. Við erum tilbúin til að fordæma hermenn, fangaverði og löggur sem misbeita valdi sínu en getur verið að við þurfum að taka til heima hjá okkur líka?

Með því að varpa fram þessari pælingu er ekki verið að réttlæta galla grunnskólakerfisins eða gefa til kynna að ungmenni í framhaldsskólum séu verr innrætt en kennarar eða hver annar sem er í aðstöðu til að misbeita valdi.

Eva sagði...

Já og annað, ég efast um að myndirnar séu frá "sjúkum austurlandaþjóðum." Ég gæti allt eins trúað að þær séu frá fangabúðum sem hinir alheilbrigðu vinir okkar og verndarar reka við Guatanamoflóa. En það skiptir auðvitað engu máli, fólk hegðar sér svona hvar svo sem það er upprunnið bara ef sú hegðun er viðurkennd af umhverfinu. Gott fólk. Heilbrigt fólk. Hressir krakkar.

Nafnlaus sagði...

http://en.wikipedia.org/wiki/Abu_Ghraib_torture_and_prisoner_abuse

Mér finnst sorglegt að þetta sé gleymt og grafið...

Nafnlaus sagði...

@ Elías: Dóttir mín vildi ekki fylgja málinu eftir, þrátt fyrir allt.
@ Nafnlaus: Hún margreyndi að benda á rautt og bólgið örið og útskýra málið en var jafnóðum hrint í gólfið aftur. Hve margir af þeim sem þá busuðu fólki ætli séu orðnir læknar og sjúkraþjálfarar nú og viti betur? Kannski láta þeir til sín heyra.
Matthías

Nafnlaus sagði...

Ótrúlegt annars að sjá hér tvö komment sem sýna að fólk þekkir ekki myndirnar frá Abu Ghraib fangelsinu í Írak og ,,frammistöðu" Banda(ríkja)manna þar.
Matthías

Ragnar Þór Pétursson sagði...

Takk, Eva. Spot on.

Matti og nafnlaus, ég hélt hreinlega að allir þekktu þessar myndir. Ég er pínu sjokkeraður.

Kíkti á linkinn á wiki-færsluna um þær og sá að þar hafði einn ástmögur últra-hægrisins viljað gera lítið úr þeim þegar þær komu fram – þær sýndu ekkert sem ekki væri alvanalegt í busavígslum.

Ragnar Þór Pétursson sagði...

Og þið ágætu framhaldsskólanemendur.

Á tímum þar sem ómögulegt virðist vera að uppræta sálardrepandi einelti, sem jafnvel endar með sjálfsmorðum – þá hlýtur að vera hægt að finna aðra leið til að „bjóða“ börn velkomin en að sviðsetja ofbeldis- og kúgunar-larp dögum og vikum saman.

Það er regla en ekki undantekning að ákveðinn fjöldi nemenda upplifir þetta sem ofbeldi og hvað sem líður tilraunum ykkar til að "spotta" út þá sem ekki eru að meika þetta þá dugar það ekki til. Það eru sálfræðileg viðbrögð að brosa sig í gegnum kúgun og ákveðnar tegundir ofbeldis. Auk þess sem sá sem er tekinn útfyrir með þessum hætti er félagslega merktur sem einhverskonar skræfa eða húmorslaus.

EInu sinni voru menntaskólanemendur sá þjóðfélagshópur á Íslandi sem var gagnrýnastur á hefði og siði. Veitti aðhald gegn kúgun og ofbeldi. Hafði pólitískar meiningar.

Hér er fullorðið fólk að díla við börn (19-20) ára að díla við (15-16) ára.

Ef Matti myndi nú gera það sem hann hefur allan rétt á og kæra meðferðina á dóttur sinni, sem var sama hvað hver segir, púra ofbeldi – þá eru viðkomandi framhaldsskólanemar ábyrgir, sakhæfir.

Ef foreldrar drengsins í andapollinum myndu kæra, er sama staða.

Þetta er ofbeldi.

Þið gerið þetta af sömu hvötum og allir hafa gert þetta hingað til. Þið fílið að hafa þetta vald yfir öðrum og þetta er gaman.

Það gerir ykkur ekki að illmennum, það sannar að þið eruð mennsk.

Menn hafa fyrir löngu sannað að þegar kemur að félagslegri grimmd þá þarf ofboðslega sterka einstaklinga eða mikla sannfæringu til að veita andóf og rjúfa hefðir.

Nafnlaus sagði...

Mjög mikilvæg umræða og viðbrögð sumra undirstirka einungis það hvað margir skilja ekki heildar samhengi hlutanna og hvað ofbeldi og kúgun raunverulega er, eða þegar þeir beit því sjálfir — jafnvel ekki þegar þeir eru fórnarlömb þess.

Einar Steinn sagði...

Þegar ég var í MR var ég tolleraður. Man ekki betur en vel væri að því gætt að öryggi væri hið ítrasta og man ekki til þess að neinn væri neyddur til þess að vera tolleraður ef hann óttaðist það um of eða talin var vera hætta á að hann skaðaðist, nú eða ef viðkomandi var veikur. Mér gæti skjátlast. Held samt að skólayfirvöld hafi alltaf getað gripið inn í, maður sá það allavega stundum. Í anda þessa var Gangaslagurinn t.d. bannaður, ég veit ekki hvort hann tíðkast ennþá. Sem ofurbusi var ég látinn dansa "súludans" og bekkjarfélagi minn var súlan (klæddur, að sjálfsögðu). Mér fannst það kannski í mesta lagi vandræðalegt en hafði um leið húmor fyrir þessu, auk þess sem það stóð ekki lengi. Að tollerun lokinni fékk ég köku og kakó í kösu og var boðinn velkominn sem nýnemi.

Nafnlaus sagði...

Ég var busuð í skóla sem var með svona busareglur, mér fannst það bara mjög skemmtilegt og það var mikil stemmning hjá okkur busunum.
Ég sjálf var nýbúin í hnéaðgerð og átti eftir að fara í aðra þannig að þegar mér var sagt að krjúpa, skríða eða hlaupa ofl sagðist ég einfaldlega ekki geta það og þá var tekið fullt tillit til þess, allir bara mjög almennilegir þegar þeir áttuðu sig á aðstæðum enda ekki tilgangurinn að meiða heldur bara að hafa gaman. Þau voru oft að tjékka hvort að ekki væri í lagi með mig og maður þurfti ekki að gera neitt sem maður ekki vildi.
Ég held að yfir höfuð sé þessi dagur bara dagur þar sem bæði busar og böðlar skemmta sér vel :)

Nafnlaus sagði...

Ég er böðull núna og er á 3. ári í Kvennó. Reglunum er ekki mikið fylgt eftir nema þá að krakkarnir eru í öfugum fötum, sumir strákarnir með varalit og stelpurnar ómálaðar.En það er ekkert neitt neinn til þess að gera neitt. Í minni busun voru böðlarnir klæddir sem slátrarar og við látin í stuttermaboli sem stóð á busakjöt. Við áttum síðan að fara í hoppukastala tvö og tvö saman, renna okkur á plasti og faðma tré. Ekkert af þessu lét manni líða ílla og allir krakkarnir sem eru með mér í bekk segja að þetta af verið ein besta minningin frá fyrsta árinu í menntaskóla vegna þess að þetta var svo mikil spenna.

Böðlarnir kveiktu á spennuþrunginni tónlist og komu svo inn í stofuna til okkar og við vorum látin skríða um. Ég er þó nokkuð viss um að ef einhver hefði verið með hnémeiðsli hefði hann ekki verið neiddur til að skríða. Við vorum svo látin fara út og fara í allskonar leiki og íþróttir úti. Örugglega ekkert ósvipað venjulegum íþróttartíma nema þá voru eldri nemendur sem voru að öskra á allan hópinn.

Ég hef heyrt um slæmar busanir en ég myndi ekki nefna kvennaskólann í Reykjavík með í þeim hópi. Ég hef ekkert gert sem böðull enn þá þó svo að maður sjái busa í fötunum venjulega þessa tvo daga er maður ekkert að skipa aðilanum að fara og snúa þeim við eða að taka upp sokk og tala við mann þannig. Það eru oftast bara þeir sem vilja láta busa sig sem eru mest busaðir. Til dæmis er svarti listinn fyrir fólk sem hefur verið áberandi þessa tvo daga fyrir busunina eða eiga ættingja sem eru böðlar. En svarti listinn felst bara í því að drekka ógeðsdrykk.

Í lok busuninnar minnar var haldin ræða þar sem maður mátti ekki horfa upp, sett vatn úr lítilli ausu á höfuðið á manni og síðan var maður velkominn í skólann. Að mínu mati var þetta engan vegin slæm upplifun. Ef þú vilt ekki láta busa þig geturðu líka beðið um að sleppa við það eða farið í skóla sem er ekki busað í eins og Verzlunarskóla Íslands (verzló).

Fyrir ykkur sem lásuð greinina hans Ragnars, ef þið fóruð í menntarskóla að þá kannski munið þið eftir ykkar busun. Var hún virkilega það slæm að ykkur finnist þetta líkt og fangabúðir?

Nafnlaus sagði...

Er fólk hér virkilega svo skyni skroppið að átta sig ekki á kaldhæðninni í athugasemd sem gerð er vegna absúrd mynda sem birtust með busareglum úr einum menntaskólanum ?????
Nú hlæ ég mig máttlausa ....

Eva sagði...

Mér finnst líklegt að meirihluti nýnema líti á busavíglsur sem fremur græskulaust gaman. Það breytir því þó ekki að á hverju einasta ári verða einhverjir fyrir misslæmum áföllum. Þetta snýst ekkert um það hvort þetta hlutfall er 1% eða 50%. Þetta snýst um afstöðu til valds.

Mörg nemendafélög hafa velt upp spurningunni; hvað þurfum við að gera til að koma í veg fyrir slys? Það er út af fyrir sig ágætt. En hvað ætli myndi gerast ef þau spyrðu líka; til hvers erum við að þessu? Í hverju er skemmtunin fólgin?

Nafnlaus sagði...

Afhverju ekki að bjóða nýnema velkomna, ef ekki með kökum eða grilli þá með leikjum og einhverju sem allir nemendur taka þátt í. Það þarf ekki að vera þessa valdaleiki. Ég hef aldrei getað borið virðingu fyrir eldri nemendum ef þeir bera ekki virðingu fyrir þeim yngri. Það á reyndar við um alla, ég get ekki borið virðingu fyrir einhverjum sem sýnir mér virðingarleysi.

Nafnlaus sagði...

Ég ætla að byrja á því að taka fram að athugasemdir mínar byggjast að stærstum hluta á reynslu minni frá busavígslum í mínum gamla menntaskóla (virti skólinn sem þú vísar í busareglurnar úr), bæði sem busi, böðull og áhorfandi.

Þessi pistill hefði verið meira viðeigandi fyrir svona 10-15 árum. Á undanförnum árum hefur verið mikið átak í framhaldsskólum landsins þar sem er séð til þess að fólk gangi ekki of langt og að engir meiði sig. Í mörgum skólum hafa busareglur verið mildaðar til muna og í einhverjum hafa busavígslur verið afnumdar. Ástandið er því margfalt betra heldur en það var fyrir nokkrum árum.

Miðað við það sem ég hef heyrt af busavígslum í hinum ýmsu skólum þá hef ég aldrei heyrt um neitt sem kemst í hálfkvisti við atvikið með drenginn í tjörninni. Það gefur strax auga leið að þetta er einangrað atvik. Vissulega er það skelfilegt að svona lagað geti átt sér stað, sama hvort það sé tengt busavígslu eða ekki. En að þú talir um þetta sem rosalega staðlaða meðferð á busum í menntaskólum á Íslandi sýnir ekkert nema hreina og beina fáfræði. Ég get lofað þér því að ef eitthvað líkt þessu hefði átt sér stað í mínum menntaskóla hefðu gerendurnir verið reknir úr skólanum samdægurs. Þetta atvik sýnir það bara að það eru örfáir böðlar sem eiga það til að missa sig. Og það er ekki árlegur viðburður að slíkir nemendur séu í böðlahópum allra skóla. Á allri minni menntaskólagöngu var enginn nemandi skammaður fyrir að ganga of langt í busun. Þannig að eins og ég segi, þetta er mjög einangrað atvik.

Eins og ég tók fram er ég fyrrverandi nemandi í Kvennó, þaðan sem þú vísar í busareglurnar. Þegar ég var busaður þar fyrir nokkrum árum voru reglurnar strangari en þær sem eru núna. Og þær hafa ekki verið mildaðar síðan vegna kvartana frá nemendum og foreldrum, heldur hefur skólastjórnin krafist þess. Ég viðurkenni það fúslega að ég var pínu stressaður yfir því að þurfa að mæta í skólann lítandi út eins og fáviti og þar af leiðandi gott skotmark fyrir böðla til að niðurlægja. Ég var varla stiginn út úr strætó þegar stressið hvarf. Þá sá ég að ég var ekkert auðveldara skotmark en allir hinir því að jú, það voru 150 aðrir krakkar sem voru að fylgja nákvæmlega sömu reglum og ég! Það er því hlægilegt í besta falli að tala um einelti og niðurlægingu fyrir busana þegar þau eru fleiri en þau sem láta þau fylgja þessum hryllilegu reglum.

Nafnlaus sagði...

Partur 2:

Þessar reglur eru síðan alls ekkert eins skelfilegar og þú álítur þær. Þvert á móti krydduðu þær svo skemmtilega upp á busadagana að ég mun ekki gleyma þeim svo lengi sem ég lifi. Af jákvæðum ástæðum. Það var enginn niðurlægður út af útliti því það litu allir jafn kjánalega út, og höfðu bara gaman af því. Og þegar ég og félagi minn vorum látnir skýla formanni nemendafélagsins með regnhlífum á sólbjörtum degi fann ég fyrir meira stolti heldur en niðurlægingu. Og ég er ekki einn um að eiga þetta svona í minninguni. Ég hef ekki ennþá hitt neinn Kvenskæling sem á slæmar minningar frá busadögunum og eru flestir sammála um að tveir af þeim dögum sem eru bestir í minninguni frá verunni þar séu busadagarnir á fyrsta og seinasta árinu. Ég veit nákvæmlega hvernig busavígslurnar fara fram þarna, þar sem ég var í stjórn nemendafélagsins á seinasta ári mínu þar og sáum við um mest allt skipulag dagsins og það sem var númer 1, 2 og 3 var að allir myndu hafa gaman af þessu. Það voru nokkrir nemendur úr árgangnum fyrir neðan sem dreifðu sér um svæðið og voru tilbúin að draga busa frá ef þetta væri þeim um of. Eina atvikið sem kom upp var að einni stelpunni varð það kalt að það var farið með hana inn og síðan, nokkrum mínútum síðar, þegar henni var farið að hlýna aftur bað hún sjálf um að fá að fara aftur.

Þegar kom að busaballinu um kvöldið heimsóttum við í stjórninni öll fyrirpartý hjá busabekkjunum (sem er hefð, og þar af hafði einum bekknum verið boðið í fyrirpartýið hjá bekknum sem busaði þau) og allir sem við spurðum sögðu að þetta hefði verið eitt það skemmtilegasta sem þau hefðu gert, og sumir höfðu orð á því að þeir voru að vonast eftir einhverju grófara. Daginn eftir hrósaði skólastjórinn okkur fyrir hvað allt hefði farið vel fram og að sagði að ekki ein einasta kvörtun hefði borist.

Þú spyrð hvort að ekki sé "hægt að finna aðra leið til að „bjóða“ börn velkomin en að sviðsetja ofbeldis- og kúgunar-larp dögum og vikum saman."

Að líkja þeim busavígslum sem ég hef tekið þátt í og orðið vitni að við ofbeldi meikar álíka mikið sens og þegar Gordon Brown sagði að íslendingar væru hryðjuverkamenn. Vígslurnar eru að vísu eitthvað grófari í flestum öðrum skólum, en almennt hafa busavígslur mildast mjög seinustu ár. Nemendur meðtaka það líka ekkert oft að þau séu komin í menntaskóla fyrr en þau hafa verið busuð, upplifað sína menntaskólahefð sem eldri samnemendur þeirra hafa gengið í gegnum. Og það fara engar busanir fram vikum saman. Í flestum skólum eru þetta í mesta lagi 2-3 dagar.

Þannig að rólegur á að dæma alla menntaskólanema sem hrottafengin illmenni bara vegna þess að örfáir nemendur í sárafáum skólum fara yfir strikið.

Helgi Jóhann sagði...

Það er ekkert hægt annað en að hætta þessu með öllu. Þetta busaþema er svo að auki alltaf notað af nokkrum sadistum á hverjum stað til að persónulega nýðast á einstökum krökkum — í þeirra huga með leyfi skólans, dagana á undan og til hliðar við þessa stóru atburði.
Stundum gengur það svo langt að krakkar í grunnskólum taka þetta upp og nýðast jafnvel heilan vetur á einstökum krökkum sem eru ný komnir „upp“ í unglingadeildina. — Allt að fyrirmynd hinna miklu og merkilegu menntskælinga.

Það er ekkert annað hægt en að hætta þessu með öllu. — Þetta er fullkomlega óviðeigandi frá öllum sjónarhornum og er aldrei neitt annað en eitthvað form af kúgun og nýðingshætti — bara spurning um hvar á skalanum það er hverju sinni — ekki um eðli og inntak. — EN það er einmitt eðlið og inntakið sem er með öllu óásættanlegt.

Þessu verður því að hætta með öllu — öllum formum og hvort sem er í leik eða alvöru — að verið sé að nýðast á öðru fólki — í þessu tilviki þeim minni máttar sem óharðnaðir eru að stíga inn í heim framhaldsskólans.

Nafnlaus sagði...

Myndirnar eru úr Abu Ghraib sem eru bandarískar fangabúðir í Írak. Það er ógeðslegt að líkja busun í Menntaskólum við hrottafengnu atburðina sem áttu sér stað þar og rosaleg óvirðing.

Ég var að koma úr busun þar sem ég var sjálf að busa og ég viðurkenni að þeim fannst örugglega ekki gaman að fá vaselín í hárið en reglurnar eru orðnar miklu strangari en þær voru og það hefur ekki verið leyft í háa herrans tíð að klæða busa úr flíkum.

Mér finnst að foreldrar ættu að stíga út fyrir þröngsýniskassan og sjá að allir krakkarnir í skólanum eru búnir að lenda í þessu. Krakkarnir sem standa að busuninni leggja mikla vinnu í allt fyrir busa og þetta er bara eitt sem fylgir.

Ekki hafa myndir af Abu Ghraib...það sýnir bara fáfræði

Nafnlaus sagði...

Ég er ekki lærður sálfræðingur en það er augljóst hvað hefur verið kveikjan að þessu bloggi. Þú hefur augljóslega lent í frekar slæmri busun sjálfur á tímum þegar ekki var tekið almennilega á ofbeldi í busavígslum. Svo þegar þú heyrir um þetta atvik sem á sér enga hliðstæðu undanfarin ár (það hefði pottþétt komist í fréttirnar) blossar upp í þér reiðin og biturleikinn sem þú ert búinn að bæla niður síðan þú sjálfur varst busi. Reyndar sér maður það nú bara á mörgum kommentum hérna að annað hvort hefur fólk lent í því sama, eða það hefur enga trú á æsku landsins og er skíthrætt við að senda krakkana sína í menntaskóla. Sama hvort er þá er fólk annað hvort bitur eða einfaldlega mjög heimskt. Þetta er búið að stórbatna undanfarin ár.

Þannig að kæra bitra fólk, stundum að anda rólega, telja upp að 10 og opna augun fyrir því að í heildina hefur ástandið stórbatnað áður en þið farið að tala (eða skrifa) með rassgatinu.

Og að setja jafn viðurstyggilegar ljósmyndir og þær frá Abu Ghraib í þessa færslu og líkja því við busavígslur sýnir að þú átt augljóslega við einhver stórkostleg vandamál að stríða. Myndi ráðleggja þér að væla yfir þessu við sálfræðing frekar en að opinbera heimsku þína og biturleika á veraldarvefnum.

Ragnar Þór Pétursson sagði...

Kæri Ekki-sálfræðingur.

Busun mín var ljúf og óeftirminnileg.

Kveikjan að þessu bloggi var drengurinn sem var niðurlægður fyrir framan lítil börn á m.a. kynferðislegan hátt. taktu eftir að 19 - 20 ára gamalt fólk að strípa að hluta eða öllu leyti 16 ára dreng er strangt til tekið barnaníðingar.

Bíddu, hvað skrifaðir þú fleira? Bla, bla, bla. Já. Ósmekklegar myndir.

Tja, við verðum bara að vera ósammála um að þær eigi ekki við. En ég get bent þér á að þegar þessar myndir birtust fyrst var reynt að gera því skóna að þetta væri ekkert hneyksli.

Því var m.a.s. haldið fram opinberlega í BNA að það væri ekkert á þessum myndum sem (wait for it) væri ekki alvanalegt í busavígslum bandarískra bræðrafélaga.

Nafnlaus sagði...

Bandaríkin og Ísland eru nefnilega það sama. Þú hlýtur nú samt að gera þér grein fyrir því að þetta atvik á sér enga samsvörun á þessari öld í ÍSLENSKUM framhaldsskólum. Og fyrst þér finnst myndirnar actually eiga við sýnir það ekki bara fáfræði heldur siðblindu af háu stigi. Ef þú ætlar að berjast gegn vígsluathöfnum af þessu tagi með því að líkja þeim við slíkan hrylling, fluttu þá til Bandaríkjanna. Því það er þar sem þessar grófu athafnir fara fram, ekki á Íslandi. Þá myndirðu líka sleppa við það að búa á Íslandi á þegar þessir hryðjuverkamenn eins og þú stimplar þá verða farnir að stjórna landinu. Og þeir myndu losna við þig. Talandi um win-win.

Og ef þú mannst varla eftir busuninni hjá þér vorkenni ég þér. Menntaskólaárin eru ár sem fólk á að muna eftir sem skemmtilegum og hjá flestum er busavígslan hluti af því.

Ragnar Þór Pétursson sagði...

Ert þú að halda því fram að það sé í lagi að fullorðin fólk hlæji að því að horfa á kynfærin á börnum?

Ert þú líka að halda því fram að það sé í lagi að skipa stelpu að halda áfram að skríða á hnjánum stuttu eftir skurðaðgerð?

Eða ertu bara að segja að fyrst meirihlutinn skemmti sér svo dável þá sé alveg ásættanlegur fórnarkostnaður að örfáir lendi í ofbeldi (sem ef dæmt væri fyrir samkvæmt refsiramma gæti þýtt margra mánaða fangelsi)?

Nafnlaus sagði...

Geturðu ekki fundið þér eitthvað annað og mikilvægara sem þér finnst að ætti að leggja niður vegna þess að fáir eyðileggja það fyrir mörgum? T.d. flugelda, það eru alltaf einhverjir sem fikta með flugelda og meiða sig og jafnvel aðra. Leggjum niður flugelda! Sammála?

Nafnlaus sagði...

Ogjá, það er kaldhæðni í kommentinu, fyrir þá sem skilja ekki svoleiðis á prenti...

Nafnlaus sagði...

Auðvitað er ég ekki að segja það. Það sem hefur nú áður verið bent á er að það eru alltaf einhverjir fávitar inni á milli sem missa sig og misnota "vald" sitt. Þú virðist hins vegar vera svo þröngsýnn að ákveða að allir 4. bekkingar í öllum menntaskólum landsins séu þannig. Að hætta busaathöfnum alls staðar eins og þær leggja sig er því fáranlegt. Og busareglurnar í Kvennó virka frekar skemmtilegar. Sérstaklega af því að allur árgangurinn er látinn fylgja þessu, þannig að enginn einn er tekinn fyrir. Það er ekki ofbeldi og það er alls ekki einelti. Og ef krakkar vilja ekki að þeim líði illa eftir busunina geta þau bara lagt meira á sig í grunnskóla til að komast í skóla eins og MR og Kvennó þar sem busarnir skemmta sér ekki síður en böðlarnrir (miðað við það sem ég hef heyrt frá fólki úr þessum skólum).

Ragnar Þór Pétursson sagði...

Þetta „vald“ sem menn misnotað er það eitthvað issjú. Er alveg bráðnauðsynlegt að þegar nemendur byrja í nýjum skóla að móttaka þeirra snúist um vald eldri nemenda yfir þeim?

Er ekki hægt að taka á móti nýnemum án niðurlægingar og undirgefni?

Og hafa það samt spennandi og skemmtilegt.

Nafnlaus sagði...

Núna langar mig nett að slá þig utan undir aðeins til þess að vekja þig, hrista þig svo vel og taka svo það sem er einhver staðar lengst upp í rassgatinu á þér til þess að þú getir andað léttar.

Þetta er hefð, svo einfalt er það! Þetta er skemmtilegt og öllum finnst það, og þar með taldir kennararnir.

Tökum Verzlunarskólann sem dæmi. Busarnir þar eru með reglur líkt og Kvennaskólinn og þær hljóða svo:
Stelpur:
Skulu vera með tíkó og ómálaðar í heila viku.
Strákar:
Skulu vera girtir, með sokka yfir buxunum og ekki með neitt gel né vax í hárinu.
Busar skulu ætíð ganga um með gulan borða um hendina til þess að sýna að þeir séu busar.
Busar mega ekki labba á ganginum á efstu hæðinni nema þar sem er búið að límbanda fyrir þau. ( litlir kassar sem busar þurfa að hoppa á milli )
Einnig þurfa busar að hneiga sig fyrir nefndarmeðlimum.
Svo er vikan toppuð með ógleymanlegri busaferð þar sem er farið í leiki, vatnsslag og að lokum haldin kvöldvaka.

Má ég spurja núna... Finnst þér eitthvað rangt við það sem er í gangi?

Sem nemandi og busi við Verzlunarskólann verð ég að segja að mínu mati er þetta eitt að því skemmtilegasta sem ég hef gert í skóla. Spennan við að sjá böðul og heyra hvar er tígóið þitt eða ofaní með buxurnar er ekkert nema skemmtileg.

Ég persónulega væri til í grófari busun heldur en Verzlunarskólinn. Einn dagur þar sem ég get gert einhvern viðbjóð og hlegið af því með samnemendum.

BUSUN, BÖÐLAR OG BUSAR MUNU LIFA TIL ENDALOKA!

AMEN

Helgi Jóhann sagði...

Blessuð börnin sem hér skrifa sýna best að þau eru enn bara börn og ekki fær um að sjá heildar samhengi hlutanna. Það er t.d. engin leið að banna bara ölvunarakstur sem hefði leitt til slyss — því við vitum ekki hvenær hann leiðir til slysa — það er aðeins hægt að banna allan ölvunarakstur og refsa öllum sem brjóta það bann. Eins er engin önnur leið hér en að banna alla leikna eða raunverulega niðurlægingu og nýð á nýnedum framhaldsskóla eins og allt nýð á börnum — en eins og bent er á hér ofar eru nýnemar framhaldsskóla börn að lögum og samkvæmt barnasáttmála sameinuðu þjóðanna ber þeim sérstök og aukin vernd.
Hér gerum við þetta þver öfugt engum dytti í hug að koma svona fram gagnvart fullorðnu fólki — en það er í lagi vegna þess að um börn er að ræða — eða hvað?

Nafnlaus sagði...

Auðvitað er ömurlegt þegar svona fer úr böndunum eins og í tilviki þessa drengs í andapollinum. En ég held að í langflestum tilvikum finnist busum, böðlum og áhorfendum busavígslan eitt það skemmtilegasta sem þau gera á skólagöngu, þó aðallega busunum.

Ég var í skóla þar sem busavígslan er hvað grófust í dag. Reglurnar eru svipaðar og hér að ofan, þ.e stelpur mega ekki mála sig og strákar eiga að mála sig. Allir eiga að klæða sig á einhvern kjánalegan hátt og mega bara ganga með fram veggjum o.s.frv. Þetta gildir í tvo daga og á meðan á þessu stendur gera busarnir allt sem böðlarnir biðja þá að gera, og seinni daginn eru allir busarnir dregnir út úr kennslustund með látum, látnir gera allskonar hluti eins og syngja dansa hoppa og fleira fyndið. Síðan fara allir busarnir í viðbjóðslega drullubraut þar sem þau þurfa að skríða i drullu og ógeði og synda í djúpum polli. Því næst er myglukarið fræga þar sem allir þeir sem hafa óhlýðnast böðlum í gegnum busunina fara ofan í kar fullt af guð má vita hverju. Eftir þetta eru busarnir svo formlega boðnir velkomnir í skólann og óskað il hamingju með að vera orðnir NÝNEMAR. Eftir þetta fer maður svo heim, í svona 3 sturtur og skellir sér á busaball þar sem allir eru vinir.

Þetta var alltsaman eitthvað það skemmtilegasta sem ég gerði í menntaskóla. Eitthvað einstaklega fyndið og ógeðslegt sem maður man alltaf eftir. Lyktin af matarolíunni í hárinu og hvað það þurfti mikið sjampó til að ná því úr, en maður náði samt að gera sig sætan og fínan fyrir busaball.

Þetta er það sem flestum sem ég þekki finnst um busun, fáránlega skemmtilegur partur af menntaskólagöngunni sem alls ekki má sleppa. En það skal taka fram að allir þeir sem einhverra hluta vegna vilja ekki, eða treysta sér ekki til að taka þátt í busunninni mega sleppa því. En staðreyndin er sú að langflestir busar hafa gaman að þessu (þó svo að maður þykist auðvitað finnast þetta dáldið ömurlegt en hlær svo fljótt).

Sem dæmi má taka að í fyrra var ég böðull. Þá höfðu skólayfirvöld hert reglurnar og leyfðu ekki nærri því allt sem hefð hefur verið fyrir að gera við busana. Busunum leiddist þetta og settu upp undirskriftarlista á vegg skólans sem á stóð: Við viljum harðari busun!

Áfram busun! Pössum bara að allt sé gott í hófi :)

Nafnlaus sagði...

Og já p.s.... ég er ekkert barn, er alveg 20 ára :) 4 ár síðan ég var busuð og vá hvað það var gaman!

Nafnlaus sagði...

Ég er núna á 4 ári í menntaskóla og var að busa núna í ár. Þetta er eithvað það skemmtilegasta sem ég hef gert á minni skólagöngu, bæði það að vera busaður og að busa. það er satt að sumstaðar gengur þetta allt of langt en það er vanalega í svokölluðum einkabusunum sem er ekki á vegum skólans. Það að einhver sé sendur svona út í tjörnina er náttúruega fáránlegt og ef þeir hefðu verið í skólanum mínum hefðu þeir sem stóðu á bakvið þetta verið rekknir ú skólanum hið minnsta. Það að vilja banna busanir finnst mér fáránlegt því að þetta þjappar árganginum í skólanum saman og kinntist ég mörgum félögum mínum í busuninni sem ég hefði eflaust ekki kynnst það vel ef ekki hefði verið fyrir busunina. Í skólanum mínum vorum við látin vita fyrirfram að ef einhver neitaði að gera eithvað ættum við bara að finna eitthvað annað fyrir hann/hana til þess að gera. það var fólk á hækjum og fólk sem var meitt sem vildi taka þátt og þá sagði það bara að það væri meitt og við tókum mark á því. Okkur var líka sagt að ef einhver myndi ganga of langt ættum við að stoppa hann, taka hann út af svæðinu og senda hann heim. það væri ömurlegt að hafa ekki neina busun og þekki ég það frá sögum vina minna úr þeim skólum sem er ekki busað. Busavígslan er ætluð sem skemmtun fyrir alla það á ekki að vera að ganga of langt og það má ekki vera leiðinlegt. Þetta brýtur upp skólastarfið og tengir saman nemendurna sem hafa allir gengið í gegnum þetta og munu vonandi allir hafa skemmtilegar sögur að segja frá sinni busun. Það að þú tengir þennan hlut við pyntingar sýnir hversu fáfróður þú ert um busanir. Ég veit ekki um neinn sem þótti ömurlegt að vera busaður og flestir skemmtu sér vel af busunum í ár þótt að mörgum hafi ekki fundist allt eins skemmtilegt á meðan busunin var í gangi. Það eru einkabusanirnar sem þú vill fá útrýmt hitt er bara skemmtun og tenging menntskælinga innan skólans til þess að mynda þennan sterka félagsanda sem er inn í menntaskólunum í dag.

Nafnlaus sagði...

MH-busunin var í gær, þann 7 september en ekki 4 september þannig að þetta getur ekki staðist.

Nafnlaus sagði...

Sjálfur er ég busi og fannst frábært í busuninni, ég kynntist fullt af fólki og mér finnst leiðinlegt að krakkar hafi sleppt þessu hjá okkur í MH. Þar stóð busunin yfir í klukkutíma og var það fyrir skólatíma. Ég veit ekki um neinn sem var látinn skríða á gólfinu í Kringlunni þannig að tilvikið með dóttur þína hefur verið frábrugðið öðrum tilvikum, og án efa ekki á vegum skólanns. Rektorinn stoppaði líka busunina eftir klukkutíma svo að mörgum fannst of lítið busað. ég verð bara að koma minni skoðun fram til að varpa öðru ljósi á busanir því ef að þetta mun hætta mun það gera (að mínu mati) meira hluta nemenda óánægða

Nafnlaus sagði...

Sæll Ragnar,

ég er í stjórn nemendafélagsins í Kvennó og tók þátt í að semja þessar reglur sem þú vísar í. Nánar tiltekið samdi ég regluna um Kryddpíurnar sem þú segir vera tæki fyrir Kvennskælinga á 3. og 4. ári til að „opinbera ... sig sem smásálir, undirokaðar píslir sem smjatta á tækifærinu til að njóta einhverrar virðingar“.

Af augljósum ætlaði ég nú að sleppa því að taka þátt í þessari umræðu en nú get ég ekki lengur á mér setið. Mér finnst þessi alhæfing þín nefnilega einmitt lýsa sömu yfirlætislegu afstöðu til mín og samnemenda minna og þú ásakar okkur um að bera í garð nýnema. Sjáðu bara jafnaldra minn fyrir þér tala svona um busa eins og þú talar um mig hér að ofan.

Þegar ég var í 7. bekk fór ég í skólaferð á Reyki í Hrútafirði sem var ætluð að vera skemmtileg og þjappa árgangnum saman. Þessi ferð var skipulögð af skólanum og í umsjón faglærðra aðila. Upplifun mín á þessari ferð var hins vegar eiginlega ömurleg, ég upplifði einmitt þá félagslegu niðurlægingu og skömm sem þú talar um. Svo ég þekki það að líða svona.

Busanir, skólaferðir og hryllingsmyndir: allt eru þetta fyrirbæri sem bjóða upp á félagslega niðurlægingu vegna þess hve erfitt það er að viðurkenna að maður sé eitthvað skelkaður. Og já, stundum er hláturinn ákveðinn mekanismi til að takast á við hinar erfiðu aðstæður.

Einmitt þetta höfðum við í stjórn nemendafélags Kvennó fremst í huga þegar við skipulögðum busavikuna og busavígsluna sem þú gerðir að umfjöllunarefni í þessari grein. Við ítrekuðum leikreglurnar fyrir bæði busum og böðlum og báðum alla nýnema sem vildu ekki taka þátt eða höfðu ofnæmi fyrir einhverju að hafa samband við okkur með tölvupósti. Í busavikunni tóku sumir busar þátt, aðrir ekki og stemmingin í skólanum var bara kammó og góð. Það kom í ljós að örfáir böðlar voru ekki að fylgja reglunum og við þá einstaklinga var einfaldlega talað.

Á sjálfan busadaginn vorum við síðan 20 sérstaklega að fylgjast með hverjum og einum einasta þáttakanda. Ég horfði í augun á busunum og jú, vissulega sá ég skelk í sumum þeirra í upphafi. En þegar prógrammið var komið af stað og fólk komið í útileiki var einfaldlega allt í lagi. Ég þurfti að biðja suma böðla um að slaka á vatnsgusum en alvarlegra var það nú ekki.

Ég ætla ekki að fullyrða að allir busar hafi komið svona líka skælbrosandi og endurnærðir á líkama og sál úr þessari vígsluathöfn - en staðreyndin er sú að í lok dagsins voru flestir sáttir. Hvet þig til að hlusta á umfjöllunina um busunina okkar í morgunútvarpi Rásar 2 síðasta fimmtudag.

Og annað: þú talar um að busunin þjóni þeim tilgangi einum að opinbera vald eldri nemenda yfir þeim yngri. Mig langar að benda þér á að í flestum nemendafélögum, þ.m.t. okkar, er mikil áhersla lögð á að styrkja busana félagslega í byrjun skólaársins, m.a. með því að bjóða þá velkomna í nefndir og ráð, leikfélög, kóra og fleira. Og ef til vill er ríkasti tilgangur busavígslunnar einmitt sá að þjappa árgangnum saman – það er að minnsta kosti það sem hún gerir í alvörunni.

Æ, þú veist. Ég er ekki mættur hingað til að vera með eitthvað skítkast. En mér finnst pirrandi þegar fólk talar um hluti sem það hefur bersýnilega ekki þekkingu á með þeim hætti sem þú gerir. Við verðum nefnilega að líta á það hvernig hlutirnir eru í alvörunni, en ekki setja samasem merki milli „framhaldsskólanema“ og platónskrar frummyndar um hinn unga fávísa dólg. Ég geri mér grein fyrir því að þetta atvik sem dóttir þín varð vitni að reitti þig til reiði en það er ekki busun. Það er ofbeldi. Busun er ekki ofbeldi heldur hlutverkaleikur.

Kannski er ég bara ungur og óþroskaður krakki, framhaldsskólaframapotari sem kann ekkert á lífið. En ég og vinir mínir erum allavega ekki „undirokaðar píslir“ og valdafíklar. Þó ég segi sjálfur frá.

Bestu kveðjur og farvel.

Ragnar Þór Pétursson sagði...

http://maurildi.blogspot.com/2011/09/mitt-siasta-um-busavigslur.html