2. september 2011

Kyndillinn

Nú stefnir í það að ríkið hætti að blóðmjólka þá sem kaupa sér rafbækur. Ég fagna því. Löngu kominn tími til. Ég er í hópi nýliða í kyndlafræðum. Og jafnframt með þeim síðustu sem létu fjárkúga sig við að eignast tækið. En það skipti mig litlu. Elskulegur bróðir minn gaf mér tækið og ég greiddi tolla og gjöld. Þetta voru áþekkar upphæðir.

Í hvert skipti sem ég flyt bölva ég bókunum mínum. Ég er að mestu hættur að kaupa nýjar bækur. Það er ekki á það bætandi. Minn lífstíll er ekki sá að búa á einum stað alla ævi og safna bókum í herbergi sem sjaldan er opnað. Heimurinn er of stór og hefur upp á of mikið að bjóða til að maður fjötri sig með steinsteypu og pappír.

Nú þegar hefur hvarflað að mér að selja eða gefa megnið af bókunum mínum. Bókum sem ég hef haft mikið fyrir að safna. Inn á milli eru hreinræktaðir gullmolar. Megnið er rusl.

En ég get ekki skilið við mig bækur nema vita þær fara á góðan stað. Mér þykir vænt um bækur. Þær eru meira en pappír og blek.

Á milli þess sem ég hef rifist um rasisma við Skúla, samið kennsluefni, leikið við soninn og skipulagt hálendisferð hef ég gluggað í kyndilinn. Þar sem ég er að klára fæðingarorlofið gefst ágætur tími, svona miðað við allt. Það er fátt yndislegra en að leggjast í stofusófann eða ofan á uppábúið rúmið í dagsbirtunni og glugga í kyndilinn.

Eins og oftast þegar ég les þá flakka ég á milli nokkurra bóka. Þær sem ég er að lesa núna eru þessar:


Darkness Visible: A Memoir of Madness

A Darkness Visible eftir William Styron. Ákaflega hugvekjandi, einlæg og tilgerðarlaus saga af geðveiki. Virkilega góð bók.

Enchantment: The Art of Changing Hearts, Minds, and Actions

Guy Kawasaki er einn af upprunalegu Apple-nördunum. Ég hringaði hann á Plúsnum og varð þá var við þessa bók. Sem í raun fjallar um það hvernig á að skapa velmegnadi, hugmyndarík og farsæl fyrirtæki. Nokkuð fróðleg.

Product Details

Þessa bók er ég að lesa vegna þess að við í unglingadeild Norðlingaskóla vorum að hugsa um að taka eineltisfræðslu upp sem skyldugrein. Svosem ágæt bók og vel hægt að nýta úr henni eitthvað.
Rest in Peace: A Cultural History of Death and the Funeral Home in Twentieth-Century America

Ég rakst fyrir tilviljun á umfjöllum um merka konu sem gagnrýndi mjög útfararsiði BNA. Þeir væru orðnir að einu allsherjar peningaplokki og iðnaði. Mig langaði að vita meira og endaði á þessari bók, Rest in Peace:  A Cultural History of Death and the Funeral Home in Twentieth-Century America. Lofar góðu.

Product Details

How to Win Every Argument: The Use and Abuse of Logic er bók sem ég er að skoða með það að markmiði að gera úr henni kennsluefni. Því miður er bókin ekki nógu góð. Aðallega bara upptalning á rökvillum með dæmum. Ekki alveg það sem ég var að leita að. 

Seeing Further: The Story of Science, Discovery, and the Genius of the Royal Society

Bill Bryson er uppáhalds. Saga Konunglega vísindafélagsins í meðförum hans er eitthvað það allra gagnlegasta sem ég get lesið fyrir náttúrufræðikennsluna.

Happiness and Education

Nel Noddings skrifar um það að láta menntun snúast um hamingjusöm börn. Ég er hjartanlega sammála – og hef verið lengi. Þessi bók fer í sarpinn sem ég á síðan eftir að vinna meira úr.

Developing College Skills in Students With Autism and Asperger's Syndrome

Þessa er ég rétt byrjaður að smakka. Developing College Skills in Students with Autism and Asperger's Syndrome eftir Sarita Freedman. Skemmtilega bókstaflegur titill í ljósi umræðuefnisins.

Product Details

The Hunger Games eftir Suzanne Collins lofar bara ári góðu. Fínt að hoppa í hana úr einhverfunni. Hressandi unglingahasar.

Product Details

50 Voices of Disbelief: Why We Are Atheists er alls ekki eins góð og ég vonaði. Fæstir bæta nokkru við það sem ég bjóst við. En ég á slatta eftir svo það er ekki öll nótt úti enn.

Product Details

Þessi er nú eiginlega skylda. Rýnt inn í líf Bobby Fischers og síðustu árin rakin. Fischer er eiginlega gang... rotnandi sönnun þess að málfrelsið er ekki hættulegt. Vigfússon fór í steininn fyrir að segja „afríkunegri með prik,“ Fischer fékk sérmeðferð þrátt fyrir að ausa úr sér hatursáróðri og vaðli. 

 Product Details

Og loks: A Stolen Life eftir Jaycee Dugard, stelpu sem var rænt úti á götu og haldið fanginni árum saman á heimili geðveiks rugludalls og konunnar hans. Hann taldi sig vera að boða fagnaðarerindið. Og barnaði hana eins og góðra geðveikra klerka er siður.


Allar þessar bækur vega samtals rétt tæplega 300 grömm. Ég þarf að hlaða kyndilinn á nokkra vikna fresti og það eru einu skiptin sem ég þarf að stinga honum í samband við nokkuð. Það er frábært að lesa af skjánum.

Mæli með að sem flestir stökkvi á eitt stykki þegar tollurinn lækkar.

Ég er svo meira en opinn fyrir uppástungum um lesefni ef einhver vill gauka að mér. 

Engin ummæli: