Ég ætla að gera tilraun. Tilraun til uppboðs. Ég er búinn að velja úr bækur sem ég hef löngu lesið og er tilbúinn að leyfa að ganga áfram til nýrra eigenda. Þetta fer þannig fram að ef þig langar í bækurnar þá sendir þú mér tölvupóst á rthp@simnet.is eða skrifar hér fyrir neðan. Kannski vill enginn bækurnar, það er líka allt í lagi. En ef ég losna við eitthvað af þessu þá verður til pláss fyrir nýjar bækur í þéttsetnum hillunum mínum.
Ég para saman bækur sem eiga saman og ég tel að höfði til ákveðinnar týpu. Það verður að bjóða í pakkann, ég mun ekki selja eina og eina bók – nema henni sé beinlínis þannig stillt fram. Lægsta boð er 500 kr. hæsta boð afmarkast af velsæmi viðkomandi. Vinsamlegast, til að forðast bull, reynið að bjóða a.m.k. 100 kr. meira en boðið á undan.
Ef einhvern langar ofboðslega í einhverja bók eða bækur en á ekki aur þá getur viðkomandi höfðað til gæsku minnar og sagt mér af hverju hann/hún dreymir um að eignast bókina. Ég er alveg vís til að taka blankan ástríðubókabéus fram yfir hærra boð.
En here goes, tölur í sviga tákna blaðsíðufjölda:


Pakki 1 (3 bækur)
Adolf Hitler, Mein Kampf (636) kilja & William Powell, The Anarchist Cookbook (160) kilja & H.R. Trevor-Roper, Síðustu dagar Hitlers (íslensk þýðing) (329) harðspjalda.
Pakki 2 (2 bækur)


Pakki 3 (3 bækur)


Pakki 4 (2 bækur)

Uppboðinu lýkur á mánudag klukkan 18. Sá sem vinnur þarf að sækja bækurnar í Kópavog.
1 ummæli:
já, ég myndi gjarnan þiggja eina af þessum bókum.The Anarchist cookbook. Ég get boðið 500 krónur í hana eina,eða höfðað til manngæsku þinnar og þannig viljað hana frítt. Hvers vegna vil ég síður segja samt :)Ég get líka höfðað til þess að ég er nýbúinn að gefa þér Toblerone :)
kv, Bóla
Skrifa ummæli