19. apríl 2011

Vilhjálmur Egilsson

Það er fyrir löngu orðið miklu meira en morgunljóst að Vilhjálmur Egilsson er hreinræktuð áróðursvél. Það er alltaf stálsleginn og járnofinn þráður frá afstöðu hans til hagsmunanna sem hann fær greitt fyrir að gæta. Maðurinn er holdtekja þess sem er að í íslenskri umræðu. Það er ábyrgðarhluti að hleypa honum aftur og ítrekað í fjölmiðla. Hvort sem ætlunin er að styðja við þá hagsmuni sem hann er málpípa fyrir eða hreinlega skaða þá – því nú er svo komið að hann er stundum dreginn á flot beinlínis í þeim tilgangi að þjappa fólki á bak við andstæðinga hans.

Þessi yfirlýsingaglaði groddaskoltur á heima einhversstaðar úti í horni enda hefur hann fyrir löngu „sagt sig frá“ málefnalegri umræðu á landinu – svo notuð séu tilþrif úr hans eigin orðræðu. Fréttin sem fylgir þessum pistli er frá 2006 og sýnir viðbrögð Villa við því þegar Seðlabankinn reyndi af veikum mætti að koma böndum á þensluna sem svo varð að bólu sem sprakk.

Engin ummæli: