21. apríl 2011

„Svartur dagur í sögu tjáningarfrelsis á Íslandi“



...segir Hannes Lárusson um þá ákvörðun stjórnar Nýlistasafnsins um að fjarlægja úr myndlistarsýningu bók sem Hannes keypti út í búð og sullaði mat á í nokkra mánuði.

Ef bókvitið kemst ekki í askana þá verða askarnir að koma til bókvitsins.

Ég hef einfalda lausn á málinu. Lausn sem slær skjaldborg um tjáningarfrelsið – og gott betur en það. Lausn sem hampar frelsinu og því sem Hannes var að gera og ætti að gera alla sátta.

Stjórn Nýlistasafnsins kallar það að taka bókina af sýningunni gjörning. Þannig verður til listaverk inni í listaverki inni í listaverki – og málið er dautt.

Engin ummæli: