Þessi pistill er 377 orð. Áætlaður lestrartími er 1 mínúta og 34 sek.
Nei-menn eru eins og „knattspyrnumenn sem mótmæla vítaspyrnudómi vegna þess að það var einhver annar en þeir sem framdi brotið.“
Ég benti Ágústi góðfúslega á að dæmið sé ekki vel heppnað hjá heimspekingnum. Og það sé ekki betur heppnað að segja, eins og hann gerir, að í kjörklefanum eigum við að gangast við samfélagslegri ábyrgð.
Nei við þeirri spurningu á kjördag er í fullu samræmi við afstöðu íslenska ríkisins í málinu sem og allra stjórnmálaforingja.
Þeir sem segja já eru alls ekki að taka afstöðu til ábyrgðar (eins og Ágúst heldur fram). Þeir eru að taka afstöðu til nytsemi þess að segja já þrátt fyrir að bera ekki lagaskylda til þess.
Tölum bara um hlutina eins og þeir eru.
Um vítaspyrnulíkinguna má segja þetta: Það eru skýrar reglur um víti í fótbolta. Þau fylgja ætíð dómum. Rétt samlíking væri þannig að maður myndi mótmæla því þegar andstæðingurinn tekur upp hjá sjálfum sér að dæma víti þegar boltinn virðist fara í handlegg samherja þíns, og einhver þeirra tekur boltann í fangið og labbar að punktinum. Þú bendir á dómarann og heimtar að dæmt sé á mótherjann en þá hótar fyrirliði hinna að fá sápugerðina sem auglýsir á búningunum þínum til að draga stuðninginn til baka. Dómarinn er ráðalaus og nokkrir liðsfélaga þinna tauta: „Leyfum þeim bara að taka þetta blessaða víti. Gulli ver þetta hvorteðer.“
2 ummæli:
"Þeir eru að taka afstöðu til nytsemi þess að segja já þrátt fyrir að bera hugsanlega ekki lagaskylda til þess."
Ágætur punktur.
Skrifa ummæli