Djöfull fannst mér Bubbi ógeðslega leiðinlegur í sjónvarpinu í kvöld.
Þessa dagana grenjar Bubbi eins og kornabarn yfir því að hafa tapað öllum milljónunum sínum og hefur boðað til mótmæla niðrí bæ. Þó svo að ég sjái í sjálfu sér fulla ástæðu til þess að mótmlæla fáránlegri hagstjórn, þá skuluð þið ekkert vera að reikna með mér til þess að taka þátt í mótmælum gegn ríkisstjórninni af því að Bubbi er orðinn blankur.
Ég man ekki til þess að Bubbi hafi boðað til mótmæla gegn fáránlegu ástandi á meðan hann var að keyra Range Roverinn sinni í einhvern laxveiðitúrinn. Hann var svo sem ekkert syngjandi fyrir sveltandi verkalýðinn á meðan hann var að éta trufflusveppi og styrjuhrogn milli þess sem hann verslaði hlutabréf eins og óður maður.
Ef Bubbi er fyrst að átta sig á því núna að það sé eitthvað að hagstjórninni, þá finnst mér hann bara vera verulega eftir á, og hann nær ekki að kenna lesblindunni sinni um það.
Mér fanst Bubbi virka hrokafullur og leiðinlegur í sjónvarpinu í kvöld. Þarna sat hann og þóttist ekki einu sinni muna hvaða lag var númer 2 á nýjustu plötunni sem hann gaf út. !!! Það þarf enginn að segja mér að maðurinn sé með slíkt gullfiskaminni að muna ekki svona hluti.
En núna er sem sagt partýið búið hjá Bubba, rétt eins og hjá öllum hinum. Í staðin fyrir að fara og sækja um vinnu, þá er Bubbi búinn að grenja í fjölmiðlum í heila viku. Hvernig á ég að fara að því að vorkenna manni sem tapaði milljónum í hlutabréfasukki og er orðinn svo blankur að hann ætlar að vinna 2 tíma á viku hjá rás 2 á mánudagskvöldum ?
Ég hef fullan skilning á því að þetta sé ævistarfið hans,og lífeyrissparnaðurinn hans hafi nánast gufað upp. En það vill bara þannig til, að gamla fólkið sem býr á Íslandi í dag, er að lepja dauðan úr skel og hefur séð ævistarfið sitt fara fyrir lítið.
Bubbi tapaði sínum peningum sjálfur, en ég má búast við því að Lífeyrissjóðirnir ætli að nota minn ævisparnað til þess að reyna bjarga því sem bjargað verður í íslensku viðskiptalífi. Nú á að fara að nota mína peninga til þess að borga þær krónur sem aðrir töpuðu.
Og svo er farið að snjóa í fjöll í þokkabót...fokk!!
Bóla
1 ummæli:
Ég er ósammála.
Mér finnst Bubbi sífellt meira aðlaðandi karakter. Atriðið sem hann söng með dóttur sinni var hreint og beint fallegt.
Eina hallærislega var endirinn með Bubba eftirhermurnar. Þó kom þar á óvart að Hjálmar var svo miklu sneggri að hugsa en Laddi - og miklu fyndnari.
Skrifa ummæli