16. október 2010

Molar um málfar og miðla #728

Ég held ég hafi aðeins einu sinni séð málfarsathugasemd hjá Eiði Guðnasyni (sem alltíeinu hét Svanberg) sem ekki var fullkomlega augljós. Mest eru þetta klaufalegar beygingarvillur eða að rangt sé farið með orðtök.

Að einhver skuli nenna að halda skrá yfir allt sem aflaga fer í fjölmiðlum bendir til þess að viðkomandi sé annaðhvort með óskaplega þráhyggju eða illa haldinn af heimsósómakennd.

Ég veðja á síðari skýringuna. Eiður, eins og allar kynslóðir gamalla karla, bregst við því að vera ekki lengur relevant í veröldinni með því að reyna í sífellu að benda á hnignunareinkenni á yngra fólkinu.

Alveg eins og ungu fjölmiðlamennirnir munu gera það sama eftir hálfa öld.

Óskaplega fyrirsjáanlegt og leiðinlegt.

Og asnalegt. Sérstaklega vegna þess að Eiður sjálfur er einhver hroðvirknilegasti penni landsins þegar kemur að greinarmerkjasetningu. Hann kann hvorki á kommur, punkta né gæsalappir. Og hann batnar ekkert með tímanum. Það eitt smitar allt tuð hans og beturvit af tómahljóði.

Sjáið lýsingu hans á sjálfum sér:

Eiður Svanberg Guðnason f. 07.11.1939.(Foreldrar: Guðni Guðmundsson, verkamaður f. 14.06. 1904 d. 17.11.1947 og Þóranna Lilja Guðjónsdóttir húsmóðir f. 04.06.1904, d. 17.03.1970) Stúdent frá MR 1959. Nám í stjórnmálafræði við University of Delaware á Brittingham námsstyrk 1960-1961. BA ,enska og enskar bókmenntir , Háskóli Íslands 1967. Löggiltur dómtúlkur og skjalaþýðandi 1962, enska-íslenska-enska. Blaðamaður og ritstjórnarfulltrúi á Alþýðublaðinu frá 1962 þar til í ársbyrjun 1967. Hóf þá störf hjá Ríkisútvarpinu-Sjónvarpi, fyrst sem yfirþýðandi, síðar sem fréttamaður og varafréttastjóri. Alþingismaður fyrir Alþýðuflokkinn í Vesturlandskjördæmi 1978 til 1993. Umhverfisráðherra og samstarfsráðherra Norðurlanda 1991 til 1993. Sendiherra í utanríkisþjónustu lýðveldisins frá 1. september 1993 til 15. febrúar 2009.Starfaði sem sendiherra í Noregi og Kína og sem aðalræðismaður í Winnipeg og í Þórshöfn. Fyrsti skrifstofustjóri auðlinda- og umhverfismálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins 1998- 2001 Fyrsti sendimaður annars ríkis í Færeyjum.

Ef maður nú nennti að rýna þennan texta í leit að villum þá hefði maður nóg að gera. Og þetta er lýsingin á bloggaranum nóta bene, ekki eitthvað spjall eða komment sem kemur og fer. Þetta er bautasteinninn yfir öllu blogginu.

Hér er ekki bara um það að ræða að höfundurinn leyfi sér frjálsræði. Hann er einfaldlega hyskinn.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ekki vera vondir við Svanberg hann er búinn að finna eitthvað til að nöldra um.
Var um árabil að siga Bæjaryfirvöldum, skrifa níð í blöðin og hringja á lögguna vegna þess að nágranni hanns vildi hafa möl í heimkeyrslunni sinni en ekki tjöru eða steypu eins og Svanberg lagði til.
Plís ekki hvetja hann til að leggja af meinlaust nöldur.
Kveðja Tryggvi