1. júlí 2010

Dauðvona Lýsing á fæðubótarefnum?

Nú hafa fjármögnunarfyrirtækin sagst ætla að fara að tilmælum FME og Seðlabankans. Fólk á sumsé að borga Seðlabankavexti án þess að það feli í sér afsal réttinda komi annað í ljós. Á þessu er einn stór galli. Það virðist vera ómögulegt að vita hvort Lýsing og SP geti lifað af óhagstæðan dóm. Umræðan hefur gengið út á það að þessi fyrirtæki fara á hausinn ef dómur fellur gegn þeim. Og til hvers þá að borga?

Engin ummæli: