8. júní 2010

Skil ekki Sóleyju Tómasdóttur

Sóley Tómasdóttir er ráðgáta.

Eftir afhroð VG í borgarstjórnarkosningunum hefur Sóley verið í fréttum út af tveim óskiljanlegum málum.

Í fyrsta lagi vegna þess að hún er að íhuga að stefna einhverjum vegna einhvers sem sagt var um hana í kosningabaráttunni - og enginn veit hvað er.

Það eru ákveðin ummæli sem ég er með í huga en ég held að það sé ekki ráðlegt að gefa þau upp að svo stöddu


Í seinna lagi vegna þess að henni finnst einkennilegt að hún hafi verið strikuð út vegna pólitískra skoðanna.

Mér finnst það umhugsunarefni að fólk sé strikað út vegna pólitískra skoðana.



Fyrra málið virðist afgreiða sig sjálft. Þetta hefur verið afar máttlítið mannorðsmorð. Það veit fjandakornið enginn til hvers Sóley er að vísa!

Seinna málið er enn skrítnara. Það að stjórnmálamaður telji einkennilegt að kjósendur hafni pólitískum áherslum hans í kosningum er með öllu óskiljanlegt.

Engin ummæli: