30. maí 2010

Þarf að tattúvera fréttirnar á ennið á þér?

Gærkvöldið: Eftir fyrstu holskeflu „É' vann 'etta“ kom næsta bylgja, miklu lágstemmdari. Hún fólst í því að stjórnmálamennirnir gáfu því gaum að hugsanlega væru þegnarnir að reyna að koma einhverjum skilaboðum á framfæri. Og nú þyrfti að reyna að túlka þau.

Sum sé, stjórnmálamennirnir reyna að telja okkur trú um að þeir hafi í gær séð eitthvað sem fór framhjá þeim þegar þúsundir umkringdu alþingishúsið, börðu rúður þess, potta og pönnur. Sem fór sömuleiðis framhjá þeim þegar sjálfstæðisflokkurinn var skorinn á háls í síðustu kosningum. Sem ennfremur fór framhjá þeim þegar 93% þeirra sem tóku þátt í þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave höfnuðu einu mikilvægasta máli núverandi ríkisstjórnar.

Þegar Marie Antoinette var leidd til gálgans steig hún á tána á böðlinum. Umsvifalaust snarstoppaði hún:

„Monsieur, je vous demande pardon.“

Óskammfeilnir stjórnmálamenn stigu á tærnar okkar í gærkvöldi.

Svo áttuðu þeir sig og báðust afsökunar.

Engin ummæli: