23. júní 2010

Kjarni málsins

Einn kjarni stóra myntkörfulánsins er þessi:

Aldrei – ekki einu sinni – datt nokkrum manni í hug að hækka vexti á verðtryggðum krónulánum til að geta lækkað myntkörfulánin. Allar aðgerðir til handa myntkörfuskuldunautum voru tæknilegar aðgerðir til að lágmarka afföll og hámarka endurheimtur.

Nú – þegar myntkörfuskuldunautar hafa dottið í lukkupottinn – þykir sumum það sanngirnis- (og jafnvel réttlætiskrafa) að þeir axli byrðarnar með þeim verðtryggðu.

Engin ummæli: