28. júní 2010

Eina spurningin sem Gylfi þarf að svara...

Fór í Iðnó. Á fundinum var Gylfi sakaður um að hafa breyst. Úr frelsandi hetju á Austurvelli í skúrk. Gylfi sagðist ekkert hafa breyst. Hans mottó hafi verið almannahagsmunir og séu enn. Ég tók mig til og las ræðu Gylfa af Austurvelli. Þetta er rétt hjá honum. Það er sami maður sem talar þar og í Iðnó í kvöld. Það er hinn pólitíski Gylfi. Hinum pólitíska Gylfa finnst ósanngjarnt að hluti þjóðarinnar detti í lukkupottinn því sá slinkur sem þá komi á hagkerfið skelli af meiri þunga á öðrum. Spurningin sem Gylfi þarf að svara er mjög einföld: „Og?“


Engin ummæli: