27. maí 2010

Hugrekki VG

Ísland hrundi því enginn hafði hugrekki til að temja bankana. Enginn þorði að fórna minni hag fyrir meiri. Enginn þorði að tefla óorðnu gegn orðnu. Enginn þorði að berja á hagsmunum með hugsjón.

Og fólkið kaus Jóhönnu og Steingrím því þau voru kjaftfor. Þau hlytu að þora. Ferill þeirra sannaði það.

Og nú þorir Steingrímur ekki að stöðva Suðurnesjamenn sem vilja selja auðlindir fyrir skammvermi.

Segist hafa gert allt sem hann gat.

Hann þykist vera að taka til eftir aðra. Er í raun aðeins að halda sama striki.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mætti halda að Jónas.is hafi skrifað þetta.

Sammála innihaldinu.

Kv.
Hefner