Á ríkisstjórnin að segja af sér?
Hugleysi hennar er bagalegt. Skortur á kjarki og þekkingu. Algjör getuskortur í að halda hagsmunum Íslands á lofti gegn hagsmunum annarra.
Léleg frammistaða í samskiptum við þjóðina og síendurtekið taktleysi.
En...
þessi ríkisstjórn hélt þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er meira en hinir tveir flokkarnir hefðu gert og hafa gert. Og hún er örugglega ekki verri en síðasta ríkisstjórn eða þær ríkisstjórnir sem í boði eru.
En ríkisstjórnin þarf að vakna. Líta upp úr verkefnunum og sjá heildarmyndina. Hætta að vera svona hrædd. Hætta endalausum loforðum sem ekkert er á bakvið og hótunum sem minna er á bakvið. Hún þarf að laga sig að vilja þjóðarinnar. Hún situr í hennar umboði.
1 ummæli:
Þau hefðu ekki haldið atkvæðagreiðsluna ef þau hefðu haft þingmeirihluta fyrir því að fella lögin úr gildi.
Skrifa ummæli