2. mars 2010

Fábjánar Þráins í réttu samhengi

Þáttastýra:

„Sumir segja:„Allt í lagi. Listamannalaun fyrir þá, svona, sem eru ungir og efnilegir og gefum þeim jarðveg til þess að þroskast og dafna í.“ En þér hefur til dæmis verið legið á hálsi fyrir það að gegna þingstörfum, þiggja laun fyrir það en jafnframt fá heiðurslaun frá þessu sama þingi.“

(Þögn)

Þáttarstýra: „Hvernig snýr þetta að þér, er það eðlilegt? Að fólk sé að sinna öðrum störfum... “

Þráinn: „Nei, mér finnst það alveg eðlilegt. Í öllum þjóðfélögum eru fábjánar og þeir eiga rétt á skoðunum sínum eins og aðrir. Hinsvegar finnst mér að fjölmiðlar eigi ekki að gera skoðunum fábjána jafn hátt undir höfði eins og úthugsuðum skoðunum hjá greindu fólki.“

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Listamannalaun og heiðurslaun eru ekki sami hluturinn.

Heiðurslaun eru fyrir störf sem þegar hafa verið unnin,
listamannalaun eru fyrir störf sem er verið að vinna.

Sjaldan hefir Þráinn mælt sannari orð en þau sem hér eru vitnað í.

Gísli Már,