Björn Valur Gíslason og fleiri hafa reynt að færa rök fyrir því að nú sé afar áríðandi að semja helst í dag eða á morgun vegna þess að núna skapi þjóðaratkvæðagreiðslan pressu á Breta eða Hollendinga sem verði ekki lengur fyrir hendi eftir helgi. Þá verði samningsstaða okkar strax orðin verri en í dag.
Það er eitthvað bogið við þessa röksemd.
Ef það er rétt (sem ég efast stórlega um) að samningsstaða okkar versni á laugardaginn þá hlýtur gagnaðili okkar í málinu að vilja að sá dagur renni upp sem allra fyrst.
Er það ekki?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli