7. janúar 2010

Umskiptingarnir SJS og JS

Það þarf ferskt upphaf í Icesavemálinu.

Þar með er ekki sagt að ríkisstjórnin þurfi að fara frá. Hinsvegar þarf ekki djúpvitring til að bera saman þessa tvo kosti og sjá hvor er eðlilegri:

A) Ríkisstjórnin leggur sjálfa sig að veði í þjóðaratkvæðagreiðslu. Notar tímann til að sannfæra þjóðina um að betri samningur sé ekki mögulegur og að höfnun muni hafa hræðilegar afleiðingar.

B) Ríkisstjórnin fer til Breta og Hollendinga með þau skilaboð að yfirgnæfandi líkur séu á því að samningurinn falli í þjóðaratkvæðagreiðslu. Gerist það verði nær útilokað að ná hagstæðari samningi en þeim sem boðinn var í september og hugsanlegt að þjóðin snérist enn frekar gegn skyldu sinni til að borga. Nú sé boltinn hjá Bretum og Hollendingum en ríkisstjórnin sé til í að taka málið upp aftur frá því í september.


Allir sjá að B) er sá kostur sem Steingrímur og Jóhanna trúa á. Umskiptingarnir sem stjórnað hafa landinu síðasta árið myndu velja A) ekki síst vegna eins.

Hver vill láta minnast síns sem stjórnmálamannsins sem svo til af eigin handafli neyddi næstum hörmulegan samning upp á þjóðina sem hefði steypt henni í óþarfa skuldir og óvissu?

Icesave á ekki að samþykkja vegna þess að maður hati Sjálfstæðisflokkinn eða Ólaf Ragnar eða langi svo óskaplega að taka upp evru. Samninginn þarf að skoða útaf fyrir sig. Einan og sér. Og hann er ekki réttlátur. Og það sjá allir (meira að segja Bretar) ef skoðað er.

1 ummæli:

Bjössi sagði...

Átt þú ekki að vera í vinnunni?