10. janúar 2010

Hvaða skuldbindingar?

Nú hamast stjórnmálamenn og forsetinn við að halda þeirri línu á lofti að Ísland muni...

„...standa við skuldbindingar sínar.“

En hvaða skuldbindingar?

Varla þær sem urðu til þegar samið var um Icesave2. (Sem þjóðin gæti hafnað)

Hvað með þær í Icesave1? (Sem Br. og Ho. hafa hafnað)

Örugglega ekki þær sem Bretar og Hollendingar segja að felist í lögum um tryggingarsjóð? (Sem íslensk stjórnvöld hafa hafnað)

Getur einhver sagt mér hvaða skuldbindingar verið er að tala um?

Engin ummæli: