Það er erfitt að verjast þeirri hugsun að rausnarskapur bankayfirvalda þegar kemur að breytingu gengistryggðra lána hafi eitthvað með það að gera að þau séu hreint ekki svo viss um að lánin standist skoðun dómsstóla – og frekar en að verða dæmd til endurgreiðslu og bóta ætli þau sér að fá fólk til að umbreyta lánunum og skrifa um leið undir afsal fyrri réttinda.
2 ummæli:
Umræðan lögmæti myntkörfulánanna hefur verið lengi í gangi og af sumum, t.d. í Hagsmunasamtökum heimilanna, hefur mátt skilja að það sé formsatriði að fá þau dæmd ólögleg og að þá skrúfist lánin aftur til þess dags þegar þau voru tekin og verði þá á allt öðrum kjörum.
Fyrir mér hefur þetta aldrei verið svona augljóst. Lánssamningurinn er á milli tveggja aðila: lánveitandans og lánþegans. Ef ekki verður sýnt fram á að bankarnir hafi vítsvitandi verið að fá fólk til að gangast inn á ólögleg kjör - þá er allt eins rökrétt að segja að báðir samningsaðilar beri ábyrgðina og skipti með sér kostnaðinum.
Úr greinargerð með lögum um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001: "Samkvæmt 13. gr. og 1. mgr. 14. gr. frumvarpsins verður ekki heimilt að binda skuldbind ingar í íslenskum krónum við dagsgengi erlendra gjaldmiðla. Er talið rétt að taka af allan vafa þar að lútandi."
Frumvarpið og greinargerðin er hér... http://www.althingi.is/altext/126/s/0872.html
Skrifa ummæli