11. nóvember 2008

Gyðingaaðdáun Óbama

Ég velti því dálítið fyrir mér áður en Óbama var kosinn forseti af hverju hann væri svona óskaplega mjúkmáll í garð gyðinga. Annað eins Ísraelsdaður hef ég sjaldan heyrt.

Svo er ég að skoað Google Maps áðan og sérstaklega heimili frægs fólks eins og Poe, Thurbers og annarra þegar mér dettur í hug að skoða heimili Óbama-fjölskyldunnar.
Nema hvað, þá sé ég þetta:



Óbama býr í húsinu vinstra megin á myndinni. Handan götunnar er elsta sýnagóga Sjíkagóborgar.

Maður sem býr þarna getur varla leyft sér annað en smá gyðingasmjaður.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Væri ekki nær að leita skýringar á þessari Ísraelsaðdáun hans í því hver var hans helsti fjáröflunarmaður og tilvonandi starfsmannastjóri í Hvíta húsinu.
Ég er umkringdur guðfræðingum, en hef ekki verið talinn kristsaðdáandi.
Kveðja
Kjartan