10. júlí 2009

Kæra Blogggátt

Það virkar ósköp tilgangslaust að hafa sér flokk undir örfáar hræður, nafnleysingjana, menn eins og Hnakkus til að koma í veg fyrir að þeir sjáist á forsíðu og særi sómakennd einhverra smáborgara.

Hnakkus er einn af bloggurunum sem flest hugsandi fólk vill lesa en það er aðeins of mikið maus að vera a hanga í rss-lesara bara fyrir hann.

Hvernig væri að þið kipptuð þessu bara í liðinn?

Annars er ég sammála öllu sem Hnakkus segir hér.

3 ummæli:

Stefán Pálsson sagði...

Auk þess sem Hnakkus getur varla talist nafnlaus bloggari þar sem annar hver maður veit hver karatedvergurinn á bak við bloggið er...

Nafnlaus sagði...

Er sér flokkur á BloggGáttinni fyrir nafnlausa/"nafnlausa" bloggara? Hann hefur farið framhjá mér og myndi ég gjarna þiggja ábendingu um hvar hægt er að finna þá.

Ragnar Þór Pétursson sagði...

Vinstra megin.

Og já, þótt margir viti hver hann er þá er Hnakkus auðvitað sér persóna. Og betra að hafa það þannig.