Þegar ég heyrði í fréttum rúmlega fjögur að Valhöll væri að brenna brunaði ég á Þingvöll. Kom á útsýnispall við Almannagjá á svipuðum tíma og löggan sem rak fólk í burtu. Ætlaði þá að keyra inn í þjóðgarðinn en var rekinn í burtu. Lagði þá við Langastíg og labbaði niður að Öxarárfossi. Óð svo yfir ána nokkrum sinnum og gekk niður gjána. Hitti loks landvörð. Hann ætlaði að reka mig burt en gaf mér þó leyfi til að fara að kirkjunni.
Sat svo og horfði á Valhöll brenna. Það var tilkomumikil sjón.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli